Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 14
SKAGFIRÐINGABÓK
Af öðrum og þriðja
Amma og afi Jóns Þ. Björnssonar í móðurætt voru þau Guð-
rún, dóttir Sigurðar skálds, og Stefán Stefánsson, ættaður úr
Keflavík í Hegranesi og frá Hólum í Hjaltadal. Guðrún þótti
einn besti kvenkostur í héraðinu svo það var fremur á brattann
að sækja upp að Heiði eftir gjaforðinu. En Stefán var valin-
kunnur atorkumaður sem byrjaði með tvær hendur tómar og
eignaðist myndarlegan bústofn með vinnumennsku fyrir aðra.
Seinna tóku þau við búinu á Heiði og voru rómuð um allan
Skagafjörð og Austur-Húnavatnssýslu fyrir gestrisni og hjálp-
semi, enda gáfu þau hvað eftir annað þurfandi barnafjölskyldu
kú úr fjósi eða hest af stalli. Sagt var um Heiðarhjón að þau
væru „ríkust að Guðlaunum allra Skagfirðinga." Stefán lét
stundum aðkomumann, sem bar óvænt að garði um matmáls-
tímann, fá skammtinn sinn með þessum orðum: „Það má taka
askinn minn, ég kemst af til næstu máltíðar."
Stefán var eldhugi og áhugamaður um allar framfarir og
umbætur. Hann hafði forgöngu um gerð fyrstu brúarinnar yfir
Gönguskarðsá, gott ef ekki fyrstu brúar í Skagafirði, og lagði
fram fé til framkvæmdarinnar. Hann beitti sér fyrir stofnun og
byggingu fyrsta barnaskólans þar um slóðir og styrkti hann af
eigin fé. Hann var jafnframt mikill áhugamaður um sund-
kennslu ungra manna og átti frumkvæði að fyrstu sundlaugar-
byggingu í Skagafirði. Við margar aðrar nýjungar lét hann til
sín taka, meðal annars segir í Sögu Sauðdrkróks: „Stefán Stefáns-
son á Heiði var mikill jarðræktarmaður og fyrir öðrum bænd-
um í Sauðárhreppi í þeim efnum."
Þegar Stefán var kominn á efri ár, hættur öllum umsvifum
og bjó hjá syni sínum, átti hann fátt annað að gefa en fötin sín.
Einhverntíma fannst sparipeysan hans ekki, forláta flík, og
þegar eftir var grennslast svaraði hann: „Eg gaf honum Jó-
hannesi frænda hana, honum var svo kalt.“ Jóhannes þessi var
auðnulaus drykkjuræfill sem átt hafði leið um og alls ekki
12