Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 15
KENNARINN Á KRÓKNUM
frændi hans, en Stefán hafði fyrir sið að kalla þá sem hann gaf
„frændur", svo síður yrði fundið að því.
Stefán og Guðrún á Heiði áttu eina dóttur, Þorbjörgu, móð-
ur Jóns Þ. Björnssonar. Bræður Þorbjargar voru þeir Stefán
skólameistari og séra Sigurður alþingismaður í Vigur, en Stefán
og Guðrún á Heiði kostuðu báða syni sína til háskólanáms sem
þá var fátítt um bændasyni. Marga fleiri styrktu þau til náms,
meðal þeirra séra Friðrik Friðriksson og dóttursoninn Jón
Björnsson.
I föðurætt var Jón kominn af góðum bændaættum í Vind-
hælishreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Afi hans og amma, Jón
Jónsson hreppstjóri og Guðríður Olafsdóttir, byggðu jörðina
Háagerði á Skagaströnd úr algerri auðn. Þau eignuðust sextán
börn og lifðu tólf sem þeim tókst með dugnaði og harðfylgi að
koma til þroska. Björn faðir Jóns tók ungur við ráðsmennsku
fyrir búi móður sinnar í Háagerði eftir að faðir hans féll frá, og
eftir brúðkaup þeirra Björns og Þorbjargar Stefánsdóttur 1877
bjuggu þau þar í sjö ár.
I Háagerði fæddist annar sonur þeirra, Jón Björnsson, þann
15. ágúst 1882, eitt hinna miklu harðindaára sem riðu yfir á
þeim áratug. Foreldrar Jóns voru ekki með öllu efnalaus þegar
þau hófu búskap sinn; hún mun hafa lagt til búsins einn hest
og átta kindur en hann átti um fimmtíu kindur, einn hest,
tvær kýr og smávegis lausafé. Að auki átti Björn fullbúið fjögra-
mannafar með seglum og veiðarfærum. Hann var annálaður
sjógarpur, formaður á opnum báti í sextán vertíðir, reri í hákarl
á vetrum og þótti með afbrigðum fengsæll. Fræg var sigling
hans yfir Húnaflóa í aftakaveðrinu 8. nóvember 1879 þegar
átján menn fórust frá Skagaströnd einni. Þegar Björn hugði á
lendingu í heimavör sinni á Finnsstaðanesi var ólendandi þar
fyrir veðurofsa og sjógangi. Hann sneri bátnum aftur út í
rjúkandi sælöðrið, sniðhallt í brotin, út í aðsteðjandi haust-
myrkrið. Var þá sagt að nú myndi Björn feigur. En hann
hleypti norður Húnaflóa og tók land mörgum klukkustundum
13