Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 16
SKAGFIRÐINGABÓK
seinna í Kálfshamarsvík með heilt skip og áhöfn eftir frækilega
siglingu.
Baldvin skáldi kvað um veiðiskap Björns:
Auðs við tærar uppsprettur
andinn hlær og keipar,
korðastærir kappsamur
krónur nær í greipar.
1 föður- og móðurgarði
Þegar Jón var tveggja ára fluttist hann að Heiði í Göngu-
skörðum með foreldrum sínum, sem gerðu þar bú sitt næstu
fjögur árin. Og aftur flutti hann með þeim sex ára gamall, og
hefur þá getað haft sig meira í frammi við flutningana, en nú
var ekki haldið lengra en að næsta bæ í Skörðunum, Veðra-
móti. Þar bjuggu foreldrar hans síðan miklu rausnar- og mynd-
arbúi meðan beggja naut við.
Þó að Björn væri góður búhöldur, hagleiksmaður á allar
smíðar og verklaginn svo af bar, var ekki síður konu hans að
þakka hve vel bú þeirra blómgaðist. I lslenskum bcendahöfðingj-
um segir um Þorbjörgu:
Einmælt var það, að þó að Björn stæði vel í stöðu sinni,
ætti kona hans engu síður sinn gifrudrjúga þátt í góðri
afkomu þessa stóra heimilis. Fóru saman hjá henni mikl-
ar gáfur, rausn og skörungsskapur í allri heimilisstjórn,
hirðusemi, sparsemi að vissu skynsamlegu marki, greiða-
semi mikil og umhyggjusemi fyrir þörfum allra, sem
hún átti yfir að segja og sjá um. Var hún því mjög hjúa-
sæl, og litu vinnukonur hennar meira til hennar sem
móður, en sem strangrar húsfreyju.
Þorbjörg var mjög söngelsk, hafði mikla og fagra rödd og
14