Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 26
SKAGFIRÐINGABÓK
Landnorðan stormur og skafhríð. Við Stefán förum í
lambhús í fyrra sinni, ökum síðan 22 sleðum af grjóti af
hlaðinu og ofanað fjósstæðinu nýja. Þeir Siggi og Bjössi
hirða á meðan féð allt. Pabbi vefur vaðmálsvef hvítan
sem nýlega er uppsettur. Siggi fer ofaní Krók að sækja
sykur. Eg skrifa inní Fjallfara ritgerð eftir mig, „Ævi-
starf hinnar ungu kynslóðar Islands."
Við sjáum tilsýndar hálfrökkvaða en hlýlega baðstofuna á
Veðramóti þar sem fólkið situr við handavinnu. Jón hefur
komið sér fyrir við borð undir gafli með svolitla ljóstýru. Hann
er sjálfur upptendraður af áhuga og lætur ekki hlátur og hjal
hins fólksins trufla sig né snarpar strokur stormsins um þil og
ufsir torfbæjarins. Hann dýfir oddinum á tiltelgdri álftarfjöður
í blekbyttuna og skráir vangaveltur sínar á pappírsarkir sem
við myndum líklega kalla umbúðapappír. Svo leggur hann
þerripappírinn varlega yfir á eftir svo að blekið klessist ekki og
blæs nokkrum sinnum létt yfir síðuna til öryggis.
Heimilið hafði framfæri sitt af sauðkindinni en fólkið átti
sér jafnframt önnur háleitari umhugsunarefni. Þarna voru gras-
rætur íslenskrar menningar að taka við sér, búa sig undir kraft-
mikið vaxtarskeið í sögu þjóðarinnar. Það voru tímamót í
skagfirsku bókmenntalífi þegar gamall tími og nýr mættust á
Veðramóti og sveitafjölskylda, sem bjó við forna búskaparhætti,
hreif með sér sveitunga sína og tók að gefa út menningarrit.
Utkoma Fjallfara var með látlausu móti: „Björndi" bróðir
Jóns fékk frí úr reiknitíma hjá honum, snaraðist út um bæjar-
dyrnar á Veðramóti og tók sprettinn með blaðið yfir í Skolla-
tungu. Þannig gekk tímaritið milli bæja í sveitinni, upplagið
eitt eintak, en hefur eflaust verið endurskrifað áður en það
uppurðist. Annað tölublað Fjallfara, sem kom út tveimur vik-
um eftir það fyrsta, skrifa systkinin að heita má allt. Þar birtist
greinin „Um kvenfrelsi", eftir Guðrúnu systur Jóns sem var
aðeins fjórtán ára, og kvæðið „Eyjan mín“ eftir sömu, þrjú löng
24