Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 33
KENNARINN Á KRÓKNUM
Rcetist úr návishorfntn
Árið 1905 rættist loks úr námshorfunum fyrir tilstuðlan nán-
ustu ættingja Jóns sem sáu að hér voru hæfileikar sem finna
varð réttan farveg. Sótt var um inntöku í Jonstrup Seminarium
á Sjálandi sem var einn metnaðarfyllsti kennaraskóli Evrópu.
Jón fékk inngöngu og niðurfelld skólagjöld en ekki pláss á
heimavistinni og varð að kosta fæði og uppihald sjálfur. Gamli
öðlingurinn Stefán afi hans sendi honum 300 krónur í gullpen-
ingum sem þá voru miklir peningar. Björn faðir hans lagði
fram annað eins í byrjun og meira síðar. Móðurbræður hans,
séra Sigurður í Vigur og Stefán skólameistari, styrktu hann
með fjárframlögum og trúlega hefur föðurfólkið lagt sitt af
mörkum líka. Jón seldi Stefáni bróður sínum allar skepnur sem
hann átti í búinu fyrir 334 krónur. Þannig gat hann kostað ferð-
ina og klofið námskostnaðinn fyrsta árið en síðar, þegar hann
hafði sýnt hvað í honum bjó, komu til styrkir frá skólanum og
frá Alþingi sem fleyttu honum gegnum seinni árin tvö.
Jón lagði sig allan fram við námið. Tungumálið var auðvitað
dragbítur til að byrja með en hann lét ekkert tækifæri ónotað
til að æfa sig og hélt meira að segja dagbókina sína á dönsku.
Þegar kom að kennsluæfingum í barnaskólabekkjum síðasta
árið fannst það á að hann hafði aldrei verið danskt barn sjálfur.
Krakkarnir skildu hann ekki nógu vel, hann talaði of „lært“
mál. Jón tók sig þá til og lærði danskt barnamál, sem hefur þó
kannski ekki nýst honum oft síðar. Hann eignaðist góða vini á
skólanum, bæði nemendur og kennara og skrifaðist á við suma
þeirra eftir að hann kom heim. Einn þeirra, leikfimikennarinn
Malling, var mikill trúmaður og hafði sterk áhrif á hann í
þeim efnum.
Almennt var skólinn mjög í kristilega uppbyggilegum anda
og þar fluttu fyrirlestra trúboðar sem starfað höfðu á framandi
slóðum, Eþíópíu, Grænlandi, Kína og víðar. Þannig kynntist
Jón kristninni sem áhrifamikilli alþjóðahreyfingu, hún var
31