Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 34
SKAGFIRÐINGABÓK
ekki einkamál íslenskra dalabænda, sama sólin skein á Veðra-
móti og í Eþíbpíu.
Jonstrup var á þessum tíma úti í sveit en er nú lengst inni í
Kaupmannahöfn. Jón sótti að auki námskeið við Kennarahá-
skólann í Kaupmannahöfn og tók þá lestina inn í bæ. Síðasta
árið gat hann farið ferða sinna á eigin vegum og skoðað sig um,
því honum hafði með ráðdeild og útsjónarsemi tekist að spara
saman fyrir reiðhjóli. Þá var rétt farið að nota loftslöngur og
keðjudrif í reiðhjólin og þau orðin nytsamleg farartæki, en
pedalarnir snerust alltaf með, ógnvænlega hratt niður brekkur.
Á hjólhestinum ferðaðist hann víða um Danmörku að námi
loknu og Noreg á heimleiðinni, þar sem hann hitti meðal ann-
arra Björnstjerne Björnson. Hann tók svo hjólið heim með sér
á skipinu. Jón fór til að horfa á landa sinn, Jóhannes glímu-
kappa, leggja danska meistarann í fjölbragðaglímu og á eftir
bauð Jóhannes honum með sér í sirkus. Glímukappinn var
stórhuga eftir sigurinn, en Jóni sem var sjálfur lipur glímu-
maður, fannst hann vel hafa ráð á því, slíkur meistari í hinni
þjóðlegu mennt.
Meó byssu uvi öxl
Eftirfarandi atvik frá námsárunum úti lýsir Jóni nokkuð vel: I
sunnudagsheimsókn hjá kunningjafólki úti í sveit á Sjálandi
var Jóni sýnd forláta haglabyssa og honum boðið að rölta með
hana út fyrir og skjóta í mark ef hann vildi. Hann lagði af stað
með byssuna á öxl eftir skógarstíg í leit að föllnum trjábol eða
öðru lífvana skotmarki, en var ekki kominn langt þegar hann
mætti skógarverðinum á stígnum. Upplýsti sá að bannað væri
að bera skotvopn í skógi kóngsins, jafnt þó maður væri ekki í
veiðihug. Jón sagði deili á sér og útskýrði hvað sér hefði geng-
ið til, bað skógarvörðinn afsaka fáfræðina í umgengni um danska
skóga og þóttist hann taka það til greina. Skildu þeir kurteis-
lega við svo búið og taldi hann þetta mál úr sögunni.
32