Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 37
KENNARINN Á KRÓKNUM
anum bæri að eiga. Að lokinni uppralningu á þessum lög-
bundnu kennslutækjum segir í Sögu Sauðárkróks :
Þótt hér væri til mikils ætlast að sumra dómi, var þó
enn lengra gengið af hálfu skólanefndar á Sauðárkróki
samkvæmt kröfu skólastjórans Jóns Þ. Björnssonar og
formanns skólanefndar og þáverandi oddvita, séra Árna
Björnssonar. Varð skólinn brátt svo vel búinn kennslu-
tækjum, að naumast hefur nokkur barnaskóli utan Reykja-
víkur átt slíkt safn góðra gripa. Kom Jón skólastjóri upp
miklu og merku fuglasafni, stoppaði fuglana sjálfur og
smíðaði undir þá fótstalla; einnig átti skólinn gott
eggjasafn, svo og plöntusafn og beinasafn nokkurt.
Mætti svo lengi telja hjálpargögn við kennslu í ýmsum
greinum.
Suma fuglana skaut skólastjórinn sjálfur í þágu vísindanna. En
lengi vantaði lóuna í það safn. Astæðan var sú að þegar Jón var
kominn með hana í sigti söng hún dirrindí og flaug svo burt.
Fögin sem kennd voru við barnaskólann á Sauðárkróki voru
íslenska, bæði munnleg og skrifleg ásamt íslenskum bókmennt-
um, reikningur, kristinfræði, náttúrufræði, landafræði, Islands-
saga, handavinna, leikfimi og söngur. Hér gekk Jón einnig
miklu lengra en lögin kváðu á um. Hvorki leikfimi né handa-
vinna voru skyldufög og söngkennslan var mun víðtækari en
skyldan bauð, þar með talin tónfræði. Lentu þessi aukafög að
miklu leyti á honum sjálfum í viðbót við alla kennsluna í bók-
námsgreinum og skólastjórn. Hann kenndi handavinnu drengja
við barnaskólann í þrjátíu ár og alla leikfimi og íþróttir í þrjá-
tíu og eitt ár.
Söngkennslan var í hans umsjón sjö af fyrstu árum skólans.
Jón kynntist fyrst tónlist hjá móður sinni; söngur hennar hefur
verið með hans fyrstu minningum um það sem fallegt var og
gott. Og hann hefur ekki verið ýkja gamall þegar hann hlýddi
fyrst andaktugur á langspil Stefáns afa síns. Sjálfur lék hann
35