Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 42
SKAGFIRÐINGABÓK
Unglingaskðlinn a Sauðarkrók: um 1910. Efsta röð f.v.: Björn
Árnason prests, Jón Heiðberg, Friðrik Hansen, Jóhannes Pálsson smið-
ur, Jón Sigfússon Ytri-Hofdölum. Miðröð f. v.: sr. Árni Bjórnsson, Jón
Þ. Björnsson, Jóntna Sigurðardóttir Lœkjamóti, Jónas Sveinsson odd-
viti, ísleifur Gíslason og Sigurjón Þ. Árnason prests; fremsta röð f.v.:
Sigurbjörg Halldórsdóttir smiðs, Marta ??, Guðrún Þórðardóttir,
Geirlaug Jóhannesdóttir, Þórttnn Kristjánsdóttir Elfar, Sigurlaug Jón-
asdóttir. Jónína Þorsteinsdóttir, Þórey Ólafsdóttir.
Héraðsskjalasafn Skagfírðinga
ann og önnur fyrir unglingaskólann, og tók síðan við og skipu-
lagði skólastarfið þar í báðum deildunum. Hann lagði sig allan
fram svo að orð fór um landið af aðferðum hans og árangri við
kennsluna. „Hann var áreiðanlega fjölmenntaðasti kennari lands-
ins,“ er haft eftir Snorra Sigfússyni skólastjóra á Akureyri.
Jón var skólastjóri barnaskólans í 44 ár, 1908—1952, og
unglingaskólans í 38 ár, 1908—1946. í janúar 1948, eftir fjöru-
tíu ár í litla skólahúsinu við Aðalgötuna, rættist framtíðarsýn
hans um myndarlegt kennsluhúsnæði með mörgum kennslu-
stofum og leikfimisal. Hann fylkti nemendunum 120 ásamt
40