Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 52
SKAGFIRÐINGABOK
nokkrum árum seinna tókust með þeim nánari kynni. Geirlaug
var áhugasöm í srúkustarfmu, lék í leikritum og lét sig sjaldan
vanra á dansskemmtanir. Hún var varatemplar stúkunnar og
fundarstjóri á ungmennafélagsfundum um þær mundir sem
þau bundust heitorði. Þá var Jón þrítugur en hún rvítug, fædd
28. júlí 1892. „Geirlaug þótti sérstaklega fríð kona. Hún var
dökkhærð og brúneygð. Hún var með vissu vel gefin myndar-
kona,“ skrifar Sigurjón Björnsson sálfræðingur.
Slíka konu vildu allir eiga og það setti enn meiri spennu í
tilhugalífið. Morguninn eftir að hún játaði bónorði hans „blá-
kjólklædd í hvítri axlasvuntu" var sumardagurinn fyrsti á al-
manakinu og þó miklu heldur í sálinni — þá heyrði Jón „í fyrsta
sinn á þessu vori samstilltar raddir fuglanna fylla loftið."
Þau renndu stoðum undir drauma sína með raunsæjum
áætlunum fram í tíðina og undirbjuggu brúðkaupið. I júlí var
lagt á Fálka Jóns og annan gæðing til og ungu brúðhjónin til-
vonandi stigu á bak og riðu suður heiðar til Reykjavíkur með
langan lista yfir leirtau og búshluti að kaupa í Edinborg. Geir-
laug varð síðan eftir fyrir sunnan fram á haust við hússtjórn-
arnám. Jón hafði nýlega keypt húsið Sólvang að Skógargötu
13, og eftir hjónavígsluna 15. október 1912 settu þau saman
heimili sitt þar. Fósturforeldrar Geirlaugar, Jóhanna Margrét
Jónsdóttir og Sigurgeir Daníelsson, efnuð kaupmannshjón,
gáfu henni í heimanmund mörg vönduð húsgögn í búið.
Þó Geirlaug kæmi frá fínu kaupmannsheimili kunni hún
fleira til verka en bróderí og blúndusaum. Hún stóð brátt í slát-
urgerð og móskurði til húshitunar með bónda sínum, því þau
máttu halda vel á spöðunum til að kljúfa húskaupin. Hún átti
stutt að sækja myndarskap því afi hennar var Jón bóndi í Hól-
um í Eyjafirði sem brá sér til Ameríku þegar hann vantaði hús-
við og kom til baka með skipsfarm af timbri, nóg fyrir allan
hreppinn. Það var ekki eftir hans höfði að sitja og bíða eftir að
spýturnar ræki með straumnum hingað til lands. Ólína Ragn-
heiður Jónsdóttir, móðir Geirlaugar, lést 39 ára frá tíu börnum
50