Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 56
SKAGFIRÐINGABÓK
um Geirlaugar, Vigfúsínu og Helgu, sem voru heimilinu ómet-
anlegar hjálparhellur. Día var 9 ára og Gyða 7, og seinna kom
röðin að þeim, en Lína var aðeins tveggja ára. Stefán elsti
sonurinn, 18 ára, var við nám á Akureyri en Diddi var 13 ára
og heima. Björn var 11, en ólst upp hjá fósturforeldrum,
Nonni tæplega 5 ára en Geirlaugur, nýfæddur, var í fóstri hjá
Sigurlaugu föðursystur fyrst um sinn. Allar þessar ungu mann-
eskjur, hver með sína skapgerð og lífsreynslu að ráða fram úr,
þurftu enn frekar á athygli hans og umhyggju að halda nú. -
Sigurjón Björnsson segir:
Þrátt fyrir eril og umsvif lét Jón sér mjög annt um börn
sín og uppeldi þeirra. Hann var vissulega mikill faðir.
Hann kenndi þeim og brýndi fyrir þeim siði, venjur og
lífsmæti og var þeim stöðug fyrirmynd.
Hafi Jón á stundum þótt strangur skólastjóri var hann þó enn
strangari uppalandi sinna eigin barna. Hann breytti eftir eigin
boði og gekk sjálfur öllum lengra í siðavöndu líferni og eins
ætlaðist hann til þess af börnum sínum að þau væru öðrum
börnum slíkt fordæmi. Og það var ekki alltaf auðvelt að vera
barn Jóns kennara.
Snjóskðflan og samviskan
Jóhannes Geir fór lítill strákur með brotnu snjóskófluna sína í
viðgerð hjá Halldóri smið. Halldór var ekta klassa járnsmiður
og ekki lengi að þessu lítilræði og kom Jóhannes að tilskildum
tíma aftur að sækja skófluna. Járnsmiðurinn hefur verið nokk-
uð mikilúðlegur innan um sín galdratól og glóð í afli í smiðj-
unni og þegar strákur tók við heilli skóflunni kom honum
ekki margt í hug að segja, gleymdi að bjóða borgun en muldr-
aði þó einhverjar þakkir og flýtti sér heim með hana. Jón kenn-
ari var niðursokkinn í skriftir á kontórnum þegar Jóhannes
54