Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 63
KENNARINN A KRÓKNUM
kálfurinn var skorinn eftir viku. Áður var getið fiskiróðra og
mótekju. Kol voru dýr til upphitunar en mórinn kostaði erfiði
og fyrirhöfn að kljúfa hann, þurrka og aka heim. Okkur þætti
þetta illþolanlegt umstang með hálfgerða moldarköggla í stað
þess rétt að skrúfa upp hitastillinn.
Jón var laginn í höndunum og þótti gaman að draga fram
verkfærakassann og dytta að því sem aflaga fór þó hann hefði
sjaldnast tíma til að dunda við hlutina. Seinna, þegar um hægð-
ist, tálgaði hann oft út allskyns dýr úr ýsubeini handa barna-
börnunum, rjúpur, refi, seli, ísbirni og einstöku ljón. Annað
sem þeim þótti merkilegt voru trékassar úti í skúr við húsið
sem innihéldu svokallaða rauðakrosspakka. I þá höfðu amerísk
skólabörn safnað handa íslenskum jafnöldrum sínum glerkúl-
um, tannburstum, jójóum, skopparakringlum, litlum gúmmí-
boltum, blikksirklum og fleiru eftirsóknarverðu. Þessum pökk-
um útbýtti Jón sem var einn þriggja forgöngumanna að stofn-
un Rauðakrossdeildar Sauðárkróks 1940 og sat síðan í stjórn
hennar og stjórnaði ungliðadeildinni í um tuttugu ár. Einnig
var hann meðal stofnfélaga og tók alla tíð virkan þátt í upp-
byggilegu starfi Rotaryklúbbsins á Sauðárkróki.
Það lá auðvitað beint við að fela Jóni forystuhlutverk í kenn-
arasamtökum norðanlands. Hann var helsti hvatamaðurinn að
stofnun Félags skagfirskra barnakennara og formaður þess
fyrstu átján árin, 1934—1952. Eins var hann meðal stofnenda
og gegndi formennsku í Sambandi norðlenskra kennara um
skeið. Hinsvegar var ekki jafn sjálfgefið að maður sem hætti til
lofthræðslu tæki að sér að vera foringi fyrir stigaliði slökkvi-
liðsins. En í hornskápnum í kontórforstofunni hjá Jóni var löng-
um geymdur svartur brunaliðshjálmur með gljáandi málm-
spöngum og lútt en verkleg öxi til að grípa í aðra höndina og
brjóta upp hurðir í brennandi húsum.
61