Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 72
SKAGFIRÐINGABÓK
Kontórinn var í norðausturhluta hússins og sérstakur
inngangur í hann. Um kontórinn varð að ganga varlega,
og ekki mátti snerta við neinu í leyfisleysi. I kontórfor-
stofunni var skilti sem á stóð: „Reykingar stranglega
bannaðar og sömuleiðis að fara með óbyrgt ljós.“ Inni á
kontórnum var margt bóka, t.a.m. dönsk og norsk upp-
flettirit og tímarit sem gaman var að skoða. En merkileg-
astur var þó skrifborðsstóllinn því að á honum var hægt
að snúa sér í hringi. Stássstofan var innaf kontórnum, og
voru þar mikil fínheit. Eldhúsið var norðvestan megin
og sérstakur inngangur í það. I þessu eldhúsi var einhver
stærsta og voldugasta kolaeldavél sem ég hef séð. Fram-
an á henni var gljáandi látúnsstöng og ótal postulíns-
handföng. Alltaf finnst mér hafa verið ilmur af góðum
kökum í því eldhúsi. I suðvesturhorninu var svo borð-
stofan. Hún var lítið herbergi, og mátti heita að gríðar-
stórt matarborð fyllti út í hana. Þar var jafnan þröngt
setinn bekkur, enda var fjölskyldan stór og stundum
gestir að auki, svo sem strákar eins og ég. Borðhald hjá
fjölskyldu Jóns kennara fannst mér merkileg athöfn. Að
því gekk enginn með óhreinar hendur. Og borðsiðir allir
voru með meiri sóma en þá tíðkaðist á almúgaheimilum.
Heimilisfaðirinn notaði einatt þessa samverustund til
uppbyggilegra og siðferðilegra samræðna.
En hann gat verið fljótur að söðla um og skemmti oft börnun-
um með sögum og eftirhermum af skrítnu fólki fyrr og nú, svo
allir gleymdu að borða þegar hann var farinn af stað og hermdi
eftir heilu samræðurnar. Haraldur Björnsson leikari, sá lands-
kunni svarti senuþjófur, var bróðir Jóns og enn einn bróðirinn,
Guðmundur, var þekktur leikari í heimasveitinni. Þó Jón væri
þessi mikli alvörumaður var hann líka maður augnabliksins og
andríkisins, bjó yfir næmri frásagnargáfu og þótti bráðskemmti-
legur í samræðum.
70