Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 73
KENNARINN A KRÓKNUM
I hringiðu frarnfaranna
A æviskeiði Jóns tóku hjól breytinganna að snúast örar en nokkru
sinni fyrr, engin kynslóð hafði áður lifað þvílíkar sviptingar í
lifnaðarháttum. Og þó hann væri framfarasinnaður eins og ver-
ið höfðu faðir hans og afi, þá hefur honum á hinn bóginn ekki
veitt af rótfestunni sem hann erfði einnig með aldagamalli
bændamenningu feðranna.
Þegar Jón horfði ungur á föður sinn hamra glóheitt járnið í
smiðjunni heima á Veðramóti var ný járnöld að ríða í hlað með
þungum hófadyn, tæknibylting sem byggði á hugvitssamlegri
notkun járns og annarra málma. Ný áhöld bárust og léttu lífs-
baráttuna, betri ljáir og ofanristuspaðar til að slétta tún, rakstr-
arvélar, herfi og plógar. Stanley-heflar og sveifborar með skralli
í hendur smiðsins. Kýrnar góndu þegar þær heyrðu glamrið í
nýju járnmjaltafötunum og mjólkurbrúsunum. Skilvindur,
hakkavélar, rullur og saumavélar sem konurnar sneru, eldavélar
og þvottavélar. Bráðum sigldu járnskip knúin kolum inn fjörð-
inn full með þakjárn og gaddavír. Vélar komu í bátana, trakt-
orar í túnin, fólkið fór í bíltúra og flugferðir. Síminn hringdi
langt að eftir suðandi línum og rafmagnið streymdi í kílóvatt-
stundum ofan úr fossum. Grammófónar snerust, útvarpstæki
buðu góðan dag og kvikmyndirnar gerðu draumana að veru-
leika. Það gneistaði þegar hugvitinu laust saman við harðan
málminn.
Þó ekki sé lengra liðið er næsta undarlegt að einn og sami
maður hafi alist upp á sauðskinnsskóm og heimaofnum klæð-
um í mókynntum torfbæ við lýsistýrur, og upplifi síðan að líða
í fjaðurmögnuðum bíl heila dagleið á einni klukkustund, þar
sem áður var grýttur göngustígur og hestum hætt við fótbroti.
Eða að koma suður til borgarinnar þar sem hundrað þúsund
manns höfðu á örskömmum tíma hópast saman og steypt
blokkir upp úr mölinni til að búa í. Rísa lóðrétt með rafkláfi í
heimsókn upp í þrettán hæða háhýsi þar sem sjónvarpið skein
71