Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 79
FRÁ JÓNI ÞÓRÐARSYNI í HÁASKÁLA
í ÓLAFSFIRÐI
eftir GUÐMUND SIGURÐ JÓHANNSSON
Jón Þórðarson var fæddur um 1728 og andaðist háaldraður á
Miðsitju í Blönduhlíð 12. nóvember 1809- Ætt hans er með
öllu óþekkt. Þó ber að geta þess, að á árunum 1726-28 voru
skírðir í Hólasókn í Skagafjarðarsýslu fjórir drengir, sem hlutu
þessa nafngift, og mætti láta sér til hugar koma, að söguhetja
vor kunni að hafa verið einn þeirra.
Þessir piltar voru:
1. Jón, skírður 25. maí 1726, sonur hjónanna Þórðar Jónsson-
ar og Guðrúnar Sveinsdóttur, sem um tíma bjuggu á Nauta-
búi í Hjaltadal.
2. Jón, skírður 21. júlí 1727, sonur hjónanna Þórðar Gíslason-
ar og Kristínar Magnúsdóttur, sem um tíma bjuggu í Efra-
Ási í Hjaltadal, en á Kálfsstöðum í Hjaltadal 1735 og síðar
á Narfastöðum í Viðvíkursveit.
3. Jón, skírður 28. apríl 1728, sonur hjónanna Þórðar Magn-
ússonar og Finnu Jónsdóttur, sem um eitt skeið bjuggu í
Efra-Ási.
4. Jón, skírður 1728, sonur hjónanna Þórðar Gíslasonar og
Kristínar Magnúsdóttur, sem áður voru nefnd. Ferill allra
þessara drengja er ókunnur.
Um uppvöxt og manndómsár Jóns Þórðarsonar, þess er í
upphafi var nefndur, er allt á huldu, en á efri árum skaut hon-
um upp norður í Eyjafjarðarsýslu og vildi þá ólmur fara að
77