Skagfirðingabók - 01.01.1993, Side 80
SKAGFIRÐINGABÓK
staðfesta ráð sitt öðru sinni. Vegna þeirrar viðleitni er nú meira
kunnugt um manninn en ella hefði orðið, og er sögu hans gerð
gleggst skil í skjalaböggli, sem kallast Hjónabandsleyfi úr
Hólabiskupsdæmi og varðveittur er í Biskupsskjalasafni. Verða
þær heimildir óspart látnar tala sínu máli í þessari samantekt.
Fyrst er það af Jóni að segja að hann var kvæntur maður í
Skagafjarðarsýslu, en „flæktist frá konunni suður á land.“ Var
hann um skeið á Suðurlandi, en fór þaðan í Múlasýslu, þaðan í
Þingeyjarsýslu og þaðan í Grímsey 1787. Hann var vinnumað-
ur í Grímsey 1787—89, á Barði í Hrafnagilshreppi 1789—90, í
Ytra-Krossanesi í Kræklingahlíð 1793 og á Syðri-Gunnólfsá í
Ólafsfirði 1795-96, húsmaður á Hóli i Ólafsfirði 1796-97,
vinnumaður á Syðri-Gunnólfsá 1797—98, húsmaður á Hrepps-
endaá í Ólafsfirði 1798-99, í Burstarbrekku í Ólafsfirði 1799—
1802, í Háaskála í Ólafsfirði 1802—04 og í Hornbrekku í Ólafs-
firði 1805—06. Þá hverfur hann sporlaust, og er ekki fráleit til-
gáta, að hann hafi farið heim á „sina sveit“, hvar svo sem hún
hefur verið. Hann andaðist úr ellikröm og var jarðsettur á Mikla-
bæ í Blönduhlíð 17. nóvember 1809, þá talinn „utan sveitar"
og jafnframt er þess getið, að hann „átti ekkert fyrir útför
sinni."1
Jón átti sér kenningarnafn og var kallaður „stampur". Þetta
sést af því, að þegar Jón sonur hans fer vistferlum frá Böggvis-
stöðum í Svarfaðardal að Stóru-Hámundarstöðum á Arskógs-
strönd árið 1820, er skrifuð við hann sú athugasemd í prests-
þjónustubók Stærra-Árskógs að hann sé „kallaður af sumum
stampur, sem faðir hans.“
Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans er ókunn, en hún er tal-
in hafa dáið „í fyrra vetur 1793 vestur í Viðvíkursveit innan
Skagafjarðarsýslu". I prestsþjónustubók Rípur (og Viðvíkur)
I Jón er sagður 86 ára að aldri þegar hann andast, sem mun heldur vel í lagt, og
talinn giftur, sem virðist ranghermt, en sé það rétt með farið er ókunnugt um
þá konu hans.
78