Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 81
FRÁ JÓNI ÞÓRÐARSYNI f HÁASKÁLA
1785—1816 finnst ekki innfært andlát neinnar konu, sem lík-
leg virðist til að vera eiginkona Jóns Þórðarsonar. Þess ber þó
að gæta að konan kynni allt eins hafa látizt í Hofstaðasókn, en
þaðan eru engar kirkjubækur varðveittar frá þessum árum.
Fljótlega eftir lát fyrri konu sinnar fór Jón að ráðgera hjú-
skap með Kristrúnu Jörundardóttur, sem hann var búinn að
eignast með tvö börn, en hafði einnig þess á milli átt það þriðja
með Guðrúnu Rögnvaldsdóttur. Þar sem svo var í pottinn bú-
ið, þurfti Jón biskupsleyfi til að fá að ekta Kristrúnu sína. Fékk
hann útgefin þrjú vottorð, sem hann lét fylgja umsókn sinni
um leyfið, það fyrsta frá séra Erlendi Jónssyni, dagsett að Hrafna-
gili 12. desember 1793, hið annað frá hreppstjórum Hrafna-
gilshrepps, Gísla Hallgrímssyni og Sigurði Gunnarssyni, dag-
sett í þeim hreppi 17. desember 1793, og það þriðja frá séra
Jóni Jónssyni, dagsett að Glæsibæ 3. janúar 1794.
I yottorði séra Erlendar er rakinn ferill Jóns frá því að hann
yfirgaf konu sína og gerð grein fyrir barneignum hans. Síðan
segir þar orðrétt: „Ekki hefi ég annað heyrt eður formerkt, en
téður Jón hafi komið sér meinlauslega síðan hingað í sveit
kom, fyrir utan, að hann í yfirvaldsins forboði, hefur tímum
saman, haldið sig lengur en vera skyldi, og hann nauðsynlega
um hjálpræðis tíma þurfti að vinna fyrir barni sínu, samheim-
ilis sinni barnsmóður Kristrúnu, hvar við hann hefúr fært sér í
nyt situationem loci [staðháttu], þar kotið Klúkur, heimili
Kristrúnar, liggur við fjallgarð, frá skilið almennings vegi, og
öðrum bæjum.“ I vottorði hreppstjóranna er tekið fram, að Jón
sé „maður bláfátækur, og hefur enga fémuni aðra en hann á
kroppnum ber.“
Svo virðist sem Jón hafi ekki fengið leyfi biskups til að gift-
ast Kristrúnu, og víst er um það, að aldrei komu þau saman í
hjónaband. En rétt rúmum tveimur árum síðar var Jón farinn
að hafa uppi ráðagerðir um að ganga í hjúskap með annarri
konu, Onnu Magnúsdóttur, sem þá þegar var orðin þunguð af
hans völdum. Var nú enn leitað á náðir biskups, og gáfu hrepp-
79