Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 82
SKAGFIRÐINGABÓK
stjórar í Ólafsfirði, þeir Sigurður Þóroddsson, Magnús Þórðar-
son og Ólafur Bergsson, út vottorð Jóni og Önnu til handa af
þessu tilefni. Er það dagsett að Kvíabekk 19. janúar 1796, og
ritar séra Jón Oddsson undir það nokkur góð orð og vel valin
þann sama dag.
í vottorði hreppstjóranna segir orðrétt um þau Jón og Önnu:
„Jón Þórðarson er ... um sjötugs aldur, farinn að kröftum, þó
nokkuð vinni, og falls von að fornu tré, kynntur að mesta óráðsíu-
manni, brúkar sterkt tóbak, þykir mjög gott kjöt og brennivín,
á ekkert, og ei leppa á kropp sinn; hefur hér að auk að leggja með
tveimur — ef ei þrem börnum sínum í Eyjafirði. Þar á mót er
Anna Magnúsdóttir kærustuefni Jóns milli 30 og 40 ára að
aldri, svo von má vera erfingja — með því Jóni hefur aldrei
brugðið verið um gagnsemis skort — sein og sigaleg til allra
verka, en kann til fæstra, er þar til sjálf nokkur ómagi, vegna
óðum tiltakandi handa og fóta dofa, er óspilunarsöm, og brúk-
ar sterkt tóbak, bersnauð, og á ei lýjur á kroppinn."
Svo ótrúlegt sem það má virðast í ljósi framanskrifaðrar um-
sagnar, gaf biskup leyfi sitt til að þau Jón og Anna ættust, og
vígði séra Jón Oddsson þau í heilagt hjónaband í Kvíabekkjar-
kirkju hinn 21. ágúst 1797. Enginn Ólafsfirðingur virðist þó
hafa viljað taka á sig ábyrgð á þessu hjónabandi, því eyða er í
þeim dálki prestsþjónustubókarinnar, sem ætlaður er fyrir nöfn
svaramanna.
Jón og Anna komust aldrei í bændatölu og voru lengst af í
annarra húsum sína hjúskapartíð. Þó komust þau í tölu húsráð-
enda árin sem þau voru í Háaskála, en það var forn þurrabúð í
landi Hornbrekku, og var Jón þá titlaður „búðarmaður". Stóð
búð sú út við sjóinn og hafði verið óbyggð um langan aldur,
þegar Jón fékk þar inni fyrir fjölskyldu sína, sem samanstóð
reyndar aðeins af honum sjálfum, konu hans og syni þeirra
ungum. Af Önnu er það að segja, að hún var síðast vinnukona í
Vík í Héðinsfirði og drukknaði í fiskiróðri með húsbónda sín-
um Jóni Magnússyni og þremur hásetum hans 28. október
80