Skagfirðingabók - 01.01.1993, Side 83
FRÁ JÓNI ÞÓRÐARSYNI í HÁASKÁLA
1806. Var álitið, að stórfiskur hefði grandað bátnum þar sem
veður var gott og hættulaust.
Jón fær nokkuð sundurleita vitnisburði í sóknarmannatali
Kvíabekkjar. Arin 1796—1801 er hann lengst af talinn „óvand-
aður“ og í „meðallagi" að sér, en eftir að hann varð húsráðandi í
Háaskála fóru vitnisburðirnir heldur að lagast og árið 1803 er
hann kallaður „frómur fátæklingur" og sagður „nokkurn veg-
inn“ að sér. Virðist það liggja í augum uppi, að seigt hefur ver-
ið í karli og benda öll sólarmerki í þá átt, að hann hafi baslað
furðanlega fyrir sér og sínum. Anna fær þá vitnisburði, að hún
sé „geðstór" og í „meðallagi" að sér, „liðlétt" og „vinnulítil".
Svo drjúgt varð þó vinnuþrek hennar, að hún endaði ævi sína
sem vistráðið hjú og, að því er virðist, háseti hjá húsbónda sín-
um, Jóni Magnússyni bónda og formanni í Vík.
Jón Þórðarson og Anna Magnúsdóttir hafa orðið afar kynsæl
og geta fjölmargir núlifandi Olafsfirðingar rakið ættir sínar til
þeirra, ef grannt er skoðað. Er það og vel við hæfi, því þar sem
Háiskáli stóð, reis síðar Olafsfjarðarkauptún, og má því með
nokkrum rétti telja þau Jón og Onnu fyrstu borgara þess kaup-
staðar.
I þessari samantekt hefur saga Jóns Þórðarsonar verið rakin
eins ítarlega og kostur er eftir þeim heimildum, sem handbær-
ar eru, en ekki verður skilizt við kappann án þess að gerð sé
grein fyrir börnum hans og barnsmæðrum, því ættfaðir varð
hann mikill og ágætur.
Svo sem áður gat, er fyrri kona Jóns ókunn, sem og börn
þeirra, ef einhver hafa verið.
Fyrsta barnsmóðir Jóns, sem um er vitað, var Kristrún Jör-
undardóttir, fædd um 1745, á lífi á Klúkum í Hrafnagils-
hreppi 1801, þá ógift vinnukona á Barði í Hrafnagilshreppi og
á Klúkum, en húskona á sama bæ 1801, dóttir Jörundar Jóns-
sonar vinnumanns í Hvammi í Hrafnagilshreppi og barnsmóð-
ur hans Kristínar Pétursdóttur húsfreyju á Garðsá í Kaupangs-
sveit. — Börn þeirra Jóns og Kristrúnar voru:
6 Skagfirdingabók
81