Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 86
„AÐ HAFA GÁT Á EFNAHAG SÍNUM“
ELÍN BRIEM JÓNSSON OG RIT HENNAR
KVENNAFRÆÐARINN
eftir AÐALHEIÐI B. ORMSDÓTTUR
Á síðustu misserum hefur mikið verið rætt og ritað um efna-
hagsmál í kjölfar versnandi afkomu heimilanna og þjóðarbús-
ins. Fyrirsögn þessa þáttar gæti allt eins verið tekin úr slíkri
umræðu, en hún er það ekki. Þetta er kaflafyrirsögn úr bókinni
Kvennafrœðarinn, sem fyrst kom út árið 1889 og er eftir Elínu
Briem.1 2
Bókin var gefin út fjórum sinnum á árunum 1889-1911, og
hver útgáfa var breytt og endurbætt. Óhætt mun að fullyrða að
fáar bækur hafa notið jafn mikilla vinsælda og selst í jafn stór-
um upplögum. Fyrsta útgáfan var prentuð í þrjú þúsund ein-
tökum, sem seldust jafnharðan.’ Bók Elínar var um áratuga
skeið eina handbókin, sem konur höfðu til leiðbeiningar um
nýtingu matvæla, matartilbúning, hreinlæti og almennan þrifn-
að og flest það sem að gagni mátti koma við heimilishald. Það
mun því hafa verið flestra dómur, að bókin hafi verið þarfleg
öllum almenningi. I henni er einnig að finna margvísleg holl-
ráð um daglegt líf, hvernig megi auðvelda dagleg störf, öðlast
betri heilsu og bætta afkomu. Mörg þeirra eru sígild og eiga
við á öllum tímum, meðal annars hversu nauðsynlegt það er
hverjum manni „að hafa gát á efnahag sínum.“
1 Elín Briem Jónsson: Kvennafrœðartnn, þriðja prentun, Rvík 1904, bls. 326.
2 Guðrún J. Briem: Minning frú Elínar Briem Jónsson, Morgunb/aáið, 14. des.
1937, bls. 5.
84