Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 87
„AÐ HAFA GAT A EFNAHAG SINUM"
Allt fram á fimmta áratug þessarar aldar var bókin enn í
notkun og til hennar vitnað, en í dag virðist svo, sem það sé
aðeins eldra fólk, sem þekkir nafn Elínar og kann nokkur skil á
því mikla starfi, sem hún vann á þessu sviði. Það er því vel við
hæfi að rifja upp sögu hennar. Elín var aðeins rúmlega tvítug
er hún byrjaði að kenna við nýstofnaðan Kvennaskóla Skagfirð-
inga, sem þá var á Hjaltastöðum í Blönduhlíð. Þar með hófst
brautryðjandastarf hennar fyrir aukinni og bættri menntun
kvenna, en fyrir þau störf varð hún síðar þjóðkunn.
Nokkrar æskuminningar hennar frá uppvaxtarárunum í
Skagafirði hafa birst á prenti, og í Héraðsskjalasafni Skagfirð-
inga er að finna sendibréf hennar til æskuvinkonunnar, Sigríðar
Jónsdóttur frá Djúpadal, síðar húsfreyju á Reynistað. Fyrsta bréf-
ið er dagsett á Reynistað 9- maí 1878 og það síðasta í Reykja-
vík 15. maí 1926. Bréfin ná yfir nær hálfa öld af ævi Elínar og
eru merkileg heimild um líf fólks á þessum tíma.
Æska og uppruni
Elín Rannveig Briem fæddist að Espihóli í Eyjafirði 19- októ-
ber 1856. Tvíburabróðir hennar var Páll Jakob, síðar amtmað-
ur. Þau systkinin voru níundu og tíundu í röðinni af nítján
börnum sýslumannshjónanna Ingibjargar Eiríksdóttur og Egg-
erts Briem.
Af þessum stóra barnahópi komust þrettán til fullorðinsára.
Þau hlutu góða menntun og mörg þeirra urðu þjóðkunn fyrir
störf sín. Það einkennir einnig þennan stóra barnahóp, að nokk-
ur þeirra áttu eftir að stunda kennslu og að minnsta kosti þrjú
sömdu kennslubækur. Systkinin virðast hafa verið alin upp við
óvenjulega víðsýni og átt auðvelt með að tileinka sér nýjungar
bæði verklegar og félagslegar.
Þau Ingibjörg og Eggert voru mjög samhent um uppeldi
barna sinna, að mennta þau og koma þeim til manns. Börnin
85