Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 90
SKAGFIRÐINGABÓK
miklu minna vald. Nátengt frelsi kvenna er menntun þeirra,
því það sem kvenfrelsismenn æskja einna mest, er að kven-
menn fái rjett til að geta náð menntun jafnt við karlmenn, og
þá ennfremur fengið ýmsar stöður, sem jafnmenntaðir karl-
menn geta fengið."4 Þessi orð standa fyrir sínu enn í dag.
Frásagnir Elínar af uppvexti og heimilisháttum á æskuheimil-
inu eru skýrar og fróðlegar. Það orkar að vísu tvímælis hvað
mikið á að rekja af slíku í æviþáttum eins og þessum. En á
þessari miklu tækniöld er einnig hollt að staldra við og líta til
baka. Ein og hálf öld er ekki svo ýkja langur tími í sögunni, en
fyrir þá sem ekki þekkja annað en nútímann, er það nánast eins
og að líta til fornaldar.
Eggert föður Elínar var veitt Isafjarðarsýsla 1845 og kvænt-
ist hann þá heitmey sinni, Ingibjörgu Eiríksdóttur. Þau hófu
búskap á Melgraseyri við Isafjarðardjúp 1846, en 1848 var
Eggert veitt Eyjafjarðarsýsla. Sumarið 1849 fluttu hjónin með
börn og annað heimilisfólk norður í Eyjafjörð. Þessi flutningur
hlýtur að hafa verið erfiður í meira lagi, því að þá var ekki um
samgöngur á sjó að ræða og þurfti að fara landveg alla þessa
löngu leið. Þau bjuggu fyrsta veturinn í Skjaldarvík, en reistu
bú á Espihóli næsta vor. Þar bjuggu þau til 1861 að Eggert
fékk Skagafjarðarsýslu. Þau undu hag sínum vel á Espihóli og
hefðu viljað búa þar áfram. Astæða þess að Eggert sótti um
Skagafjörð var sú, að Akureyringar vildu að sýslumaður héraðs-
ins sæti þar, en hann treysti sér ekki til að búa í kaupstað með
ört stækkandi fjölskyldu, vegna þess að efnahagur hans leyfði
það ekki.
Eggert bjó stuttan tíma í Viðvík, en síðan á Hjaltastöðum í
Blönduhlíð og Reynistað. Þangað fluttist fjölskyldan 1872, og
bjó Eggert þar til 1884 að hann lét af embætti og fluttist til
Reykjavíkur. Minningar Elínar eru frá þessum tveimur síðast
4 Páll Briem cand. jur.: Vm frelsi og menntun kvenna. Sögulegur fyrirlestur, Rvík
1885, 32 bls. Sigurður Kristjánsson lét prenta.
88