Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 91
„AÐ HAFA GÁT Á EFNAHAG SÍNUM"
töldu bæjum. Hún rekur meðal annars sögu timburhúss, sem
gerði víðreist um héraðið og er á síðari árum þekkt undir nafn-
inu „Gilsstofan". En gefum Elínu orðið um sögu þessa húss:
„Næsta vor reistu þau bú á Espihóli og byggðu þar vandað
timburhús, er Olafur Briem bróðir hans var yfirsmiður að,“ og
síðar:
Þegar foreldrar mínir fluttu úr Eyjafirði vestur í Skaga-
fjörð hafði faðir minn látið rífa timburhús sitt á Espihóli
og flytja á skipi vestur í Hofsós, og gekk það vel, en
þaðan var það flutt á bát til Kolkuóss. Veður var óhag-
stætt á þeirri leið, og misstist talsvert af viðunum. Ur
því var viðurinn fluttur landveg að Hjaltastöðum.
Þessi viður var síðan notaður til þess að koma upp dá-
litlu húsi sunnanverðu við bæjardyrnar á Hjaltastöðum.
Niðri í þessu húsi var stór stofa og tvö svefnherbergi og
svokölluð svarta stofa, af því að gluggi á henni vissi upp
að þaki á bæjarhúsi, en uppi í húsinu voru geymsluher-
bergi o.fl.
Af orðum Elínar „vandað timburhús“ og „dálitlu húsi“ má
ráða, að mikill stærðarmunur hafi verið á þessum húsum, enda
gefur hún þá skýringu að hluti af viðunum hafi glatast. Síðar
var þetta hús flutt að Reynistað. Þjóðhátíðarárið 1874 „var
setin fjölmenn matarveisla í húsi því, er fyrst var byggt á Espi-
hóli, síðan flutt að Hjaltastöðum, og nú flutt að Reynistað og
reist þar sunnan við bæinn."
Jóhannes D. Olafsson tók við Skagafjarðarsýslu af Eggert
Briem árið 1884. Hann bjó fyrst að Reynistað en síðan á Gili í
Borgarsveit.5 Þegar Jóhannes flytur að Gili þá er stofan endur-
byggð og stóð þar um tíma. Árið 1890 flutti Jóhannes í hinn
nýja höfuðstað sýslunnar, Sauðárkrók, sem þá var smáþorp, en í
5 Agnar Kl. Jónsson: Lögfrœðingatal 1736—1963■
89