Skagfirðingabók - 01.01.1993, Síða 93
„AÐ HAFA GÁT Á EFNAHAG SÍNUM"
Einn kílómetri er langur kafli, þegar engin tæki eru til að
vinna með, önnur en stunguskóflan. Af landfræðilegum ástæð-
um var heyskapurinn á Hjaltastöðum nokkuð sérstæður, en það
átti reyndar við um fleiri bæi í Skagafirði. Nú á tímum eru
þessi vinnubrögð aflögð og aðeins eldra fólk, sem þekkir til
slíkra búskaparhátta, því verða frásagnir Elínar birtar hér:
Þótt kílarnir væru hvimleiðir, þá voru þeir til nytsemdar
fyrir kýrnar á sumrin. Þær svömluðu þar um og rifu í sig
störina ásamt fergini úr smátjörnum, svo að flæddi úr
þeim mjólkin. Ein ferginistjörnin, sem næst var engjun-
um, var slegin, þótt djúp væri og tæki manni í mitti og
upp undir hendur. Til þess að ná sem mestu af þessu
góða og safamikla grasi, fergininu, varð að slá það niðri í
vatninu. Kæmi hagstæður vindur eftir sláttinn, rak ferg-
inið að bakka tjarnarinnar. Annars varð að draga það að
landi og kasta því upp í köst. Ut frá tjörninni var vot flá
og ferginið flutt þaðan á vögum út á þurrkvöll. Var mik-
il vosbúð við allt þetta verk, en ferginið var ágætt kúa-
fóður með töðu.
Einn kafli endurminninganna heitir „ísastör". Höfundur þessa
texta hefur verið við heyskap á Staðarengjum, en þekkti ekki
orðið ísastör, enda aðkomin í Skagafjörð. Það kom nokkuð á
óvart, þegar innfæddir Skagflrðingar voru spurðir um merk-
ingu orðsins, hvað fátt varð um svör, en þess ber að geta, að
það voru Skagfirðingar vestan Vatna. Allar líkur eru á að eldra
fólk austan Vatna þekki orðið. Isastörin var slegin á kílunum.
Þegar frost kom á haustin áður en snjór fjell á jörð, eða
frysti í hreinu, sem kallað var, fóru menn að slá ísastör af
öllum bæjunum, sem að lágu, og þótti sá heyskapur
skemmtilegur. Aldrei þurfti að brýna, því störin hrökk í
sundur undan ljánum, og ekki að þurrka heyið; því var
rakað eða ýtt saman skraufþurru og sett í sæti. ... Þegar
91