Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 94
SKAGFIRÐINGABÓK
heyið var flutt heim var því komið fyrir í kálgarðinum
(leturbr. höf.) og haft handa útigangshestum í harðind-
um að vetrinum. Þó var nýslegin ísastör gefin kúnum.
Voru þær sólgnar í hana meðan hún var frosin, og þóttu
mjólka vel af því fóðri.
Ingibjörg Eiríksdóttir var á engan hátt eftirbátur bónda
síns um alla verkstjórn á sínu stóra heimili. Um móður sína
segir Elín:
Hún var tápmikil og heilsugóð, svo að henni varð nálega
aldrei misdægurt. ... Að lundarfari var hún jafnlynd og
glaðlynd, með afbrigðum stjórnsöm og reglusöm. Eins
og títt er um stjórnsamt fólk fjekkst hún ekki um smá-
muni. Húslestrar, máltíðir og hvað annað á heimilinu
var á sínum vissu tímum, svo ekki skeikaði.
Ingibjörg hefur svo sannarlega þurft á stjórnsemi og reglusemi
að halda, auk góðrar heilsu, því eðlilegra er að jafna hennar
stóra heimili við íbúa lítils fjölbýlishúss fremur en hinar litlu
einingar, sem við höfum í huga nú í dag þegar talað er um
heimili. Auk vinnufólks, sem þurfti að stjórna, og margra
barna, sem kröfðust aðhlynningar, var heimilið sjálfu sér nægt
um framleiðslu matvæla og efni í fatnað eins og þá var alsiða.
Ingibjörg hefur því ekki haft miklar tómstundir til bóklesturs,
en hún var mjög fróðleiksfús. „Þegar hún prjónaði las hún jafn-
framt, og ávallt hafði hún einhverja bók að grípa f “ Það hefur
löngum verið hlutskipti kvenna að afla sér fræðslu í hjáverk-
um, en þær sem á annað borð gátu aflað sér hennar urðu einnig
drjúgar við að fræða aðra meðan þær unnu sín venjubundnu
störf.
Fyrir utan tóskap á hendur og fætur var árlega komið
upp hundruðum álna af dúkum og vaðmálum til fatn-
92