Skagfirðingabók - 01.01.1993, Qupperneq 96
SKAGFIRÐINGABÓK
með okkur unglingar til kennslu af öðrum bæjum, sem alltaf
var verið að biðja fyrir.“8
En þetta starfsama fólk kunni einnig að gera sér glaðan dag,
enda segir Elín: „Mjer ofbýður þegar verið er að tala um fásinn-
ið í sveitinni, þess minnist jeg aldrei, en auðvitað var alltaf
margt fólk til heimilis, yfir 20 manns." Hún segir frá jólunum
1872:
Fyrir utan vanalega jólagleði, tilhald í mat og drykk,
kirkjuferðir, húslestra, söng, dans og leiki, var árið 1872
leikið leikrit, er Jón heitinn Mýrdal samdi þennan vetur.
Hann var heimilismaður og starfaði að smíðum. Leikritið
gerðist á gamlárskvöld og var bæði fjörugt og skemmti-
legt. I því ljeku meðal annarra 4 systkini mín: Gunn-
laugur, Valgerður, Kristín og Páll, síra Sigurður Stefáns-
son ljek líka og fleiri. Sigurður var þá að læra undir
skóla hjá Halldóri bróður mínum ásamt Hannesi Haf-
stein og fleirum. Leikritið var leikið tvisvar fyrir heimil-
isfólkið og nokkrum sinnum fyrir fólkið af bæjunum í
kring. Menn skemmtu sjer alveg ágætlega.
Söngur var einnig í hávegum hafður og var það aðallega Kristín,
sem stóð fyrir því. Hún lærði nýju sálmalögin af nótnabók og
notaði hvert tækifæri til að nema ný lög af gestum, sem komu á
heimilið. „Þá var ekki síður haldið uppi öðrum söng til skemmt-
unar í rökkrinu, um helgar og þegar gestir komu.“ Kristín
gekkst fyrir hlutaveltu á Reynistað í ársbyrjun 1876, og var
ágóða varið til kaupa á orgeli fyrir Reynistaðarkirkju. Það kom
þá um vorið og var fyrsta kirkjuorgel í Skagafirði.
Heimilið var mjög gestkvæmt, og eftir að sýslunefnd tók til
starfa 1874, hélt sýslumaður fundina heima hjá sér. Þá voru oft
8 Eiríkur Briem cand. theol., m.a. kennari við Prestaskólann, Ólafur Briem
stúdent, alþingismaður Skagfirðinga, Halldór Briem cand. theol., m.a. kenn-
ari við Möðruvallaskóla, og Kristín Briem, gift Valgarð Claessen kaupmanni
á Sauðárkróki og síðar ríkisféhirði.
94