Skagfirðingabók - 01.01.1993, Qupperneq 98
SKAGFIRÐINGABÓK
ekki fyrir hendi. Auk þess voru tímarnir óvenju erfiðir vegna
ills árferðis og fátæktar alls almennings. Hér gætti því mikillar
tregðu til breytinga bæði verklegra og menningarlegra. „Tregð-
an byggist á þeirri einföldu staðreynd, að fyrir fátækan mann
er breyting á atvinnuháttum oft happdrætti þar sem spilað er
upp á líf barna hans og hans sjálfs."9 Sé horft á íslenska sam-
félagið út frá þessari skilgreiningu, þá var sú tregða eðlileg,
sem okkur fínnst í dag forkastanleg íhaldssemi, og jafnvel eina
skynsamlega leiðin, sem fólk þekkti til að lifa af.
Á þessum tíma voru nokkur heimili í Skagafirði, þar sem
reynt var að mæta kröfum nýs tíma um bætta þekkingu, verk-
lega og bóklega. Reynistaðarheimilið var þar í fremstu röð.
Þetta fólk stóð að stofnun Kvennaskóla Skagfirðinga, sem fyrst
var haldinn að Ási í Hegranesi og settur haustið 1877. Fyrsti
kennari þessa skóla var Jóna Sigurðardóttir, Jónssonar frá
Möðrudal á Fjöllum, en Sigurlaug Gunnarsdóttir húsfreyja í
Ási mun hafa veitt honum forstöðu. Skólanum var skipt í þrjú
tímabil og stóð hvert þeirra í 9 vikur. Stúlkurnar gátu verið öll
tímabilin, eða aðeins eitt þeirra eftir því sem efni og ástæður
þeirra leyfðu. „Kennslan var munnleg og verkleg. Mest áhersla
var lögð á saumaskap, einkum fatasaum og svo útsaum. Kennt
var einnig að hekla og knipla, og sagt var til í matreiðslu.
Munnlegar námsgreinar voru réttritun, skrift, reikningur, danska
og landafræði."10
Hér að framan er vísað til ritsins Kvennaskóli Húnvetninga
1879-1939. Höfundur þessa greinargóða rits getur ekki heim-
ilda, en trúlegt er, að hann styðjist við skipulagsskrá, sem skól-
anum var sett. Ekki liggja fyrir nægjanlegar heimildir um
skólann í Ási svo hægt sé að gera honum viðhlítandi skil. Höf-
undur hefur leitað víða, m.a. lesið dagbækur Ólafs Sigurðsson-
ar í Ási, en það verður að játa, að skortur á heimildum gerir
9 Jón Ormur Halldórsson: Þróun og þróutiaraðstoð, Rvík 1992, bls. 19.
10 Kvennaskóli Húnvetninga 1879—1939, bls. 12.
96