Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 103
„AÐ HAFA GÁT Á EFNAHAG SÍNUM"
þennan tíma. ... Ef gott yrði veðrið á sunnudaginn, þá
þætti mjer vænt um að þjer fynduð mig.
Augljóst er að, hin unga kennslukona ber mikla umhyggju fyrir
nemendum sínum og gerir allt sem hún getur til að hvetja þá.
Hún er boðin og búin til að eyða sunnudeginum, sínum eina
frídegi, til aðstoðar við nemendur.
En það voru fleiri en Skagfirðingar, sem reyndu að koma
upp kvennaskólum. Haustið 1879 tók til starfa Kvennaskóli
Húnvetninga að Undirfelli í Vatnsdal og var námstilhögun
með líku sniði og í Skagafirði. Næsta haust flutti þessi skóli að
Lækjamóti í Víðidal, og varð Elín þá forstöðukona fyrir þeim
skóla í eitt ár. Skagfirski skólinn var þá fluttur að Flugumýri
eins og áður hefur komið fram. Forstöðu fyrir skólanum hafði
Helga Þorvaldsdóttir húsfreyja þar. Ástæðan fyrir því að Elín
fór vestur er trúlega sú, að Húnvetningar hafi boðið henni
betri kjör, en það hefur skipt Elínu miklu því að hún hugði á
framhaldsnám erlendis.
Hún skrifar vinkonu sinni frá Lækjamóti 14. janúar 1881
og lætur vel yfir sér: „Það voru hjer 5 stúlkur á skólanum eins
og fyrir norðan, en sex verða þær á seinasta tímanum og hefi
jeg þá víst nóg að gjöra. Jeg gat ekki neitað um það því mjer
þótti vera nóg komið þegar búið var að neita 10 sem hafa sótt
um að fara á skólann hjer í vetur.“
Þegar hér er komið sögu hefur Elín aflagt þéringar í bréfum
sínum og þær stöllur greinilega orðnar nánar vinstúlkur. Hún
ber umhyggju fyrir Sigríði, spyr hvort hún hafi lesið ensku
þennan vetur;
það gleddi mig sannarlega ef þú skrifaðir mjer, að þú
hefðir getað stundað hana í vetur, því margra orsaka
vegna sem þú víst skilur, þætti mjer betra að það gæti
orðið þjer að notum þessi litla tilsögn, sem þú fjekkst
hjá mjer, já jeg veit það líka að jeg þarf ekki að bera ótta
101