Skagfirðingabók - 01.01.1993, Blaðsíða 104
SKAGFIRÐINGABÓK
fyrir því. í sumar skal ég lána þjer smásögubók á ensku,
sem Palli bróðir sendi mjer með seinasta pósti.
Þó þessir fyrstu kvennaskólar væru ófullkomnir og tímalengd-
in, sem ætluð var til kennslu, líkari því sem við þekkjum sem
námskeiðahald, þá var aðsókn að þeim mjög mikil. Ef til vill
var ástæða þess sá sveigjanleiki, sem sýndur var með þessari
kennslutilhögun, því að fleiri stúlkur höfðu þá ráð á að kosta
sig á skóla. I bréfi Elínar segir, að tíu stúlkum hafi verið neitað
um skólavist, og sýnir það þörfina fyrir þessar stofnanir og þá
vakningu, sem átti sér stað meðal almennings um bætta mennt-
un.
Sumarið 1881 sigla þær Elín og Sigríður til Kaupmanna-
hafnar til náms við kvennaskóla Natalie Zahle. Elín stundaði
nám við þann skóla næstu tvo vetur og lauk þar kennaraprófi.
Sigríður var einn vetur í skólanum, en fór síðan á búgarð á
Jótlandi þar sem hún vann við mjólkurbú og lærði til þeirra
starfa. I bók sinni Ættir og óðal segir Jón á Reynistað frá dvöl
móður sinnar erlendis. Þar kemur fram, að ástæðan fyrir því, að
hún var ekki nema einn vetur á kvennaskólanum, var fjárskort-
ur. Sigríður sýndi óvenjulegan kjark þegar hún braust til mennta
við erfið skilyrði, slíkt var fágætt um ungar bændastúlkur á
þessum tíma. Elín skrifar vinkonu sinni frá Kaupmannahöfn
17. október 1882. Hún hefur ráðgert heimsókn til Sigríðar, en
hefur ekki tíma til þess, „svo verð jeg nærri að gá að hverri
mínútunni, ef jeg á að geta lært almennilega lexíurnar á skól-
ann eins og jeg veit að þú manna best getur sett þig inn í.”
Þessar ungu konur taka nám sitt hátíðlega og hafa sett sér
ákveðin markmið. Elín skrifar þann 27. október, og af bréfi
hennar má ráða, að Sigríði falli vistin ekki í alla staði vel. Hún
hvetur vinkonu sína á allan hátt:
Þú ættir að líta eftir bókum um mejeri [mjólkurbú] og
ættir þú með tíðinni að útleggja svoleiðis bók og skul-
um við systkinin vera þér hjálpleg með það (þú gætir
102