Skagfirðingabók - 01.01.1993, Síða 106
SKAGFIRÐINGABÓK
Ytri-Eyjarskólinn
Sagan af stofnun þessa skóla verður ekki rakin hér, en í stuttu
máli má segja, að hann var tilkominn vegna eins konar mála-
miðlunar milli Skagfirðinga og Húnvetninga. Þeir höfðu hvor-
ir um sig reynt að koma upp kvennaskólum af miklum vanefn-
um, það höfðu Eyfirðingar einnig gert. A sama tíma var mikill
áhugi á að koma upp bændaskóla norðanlands. Skagfirðingum
var metnaðarmál, að bændaskólanum yrði valinn staður á Hól-
um, hinum forna höfuðstað Norðurlands, en Eyfirðingar höfðu
einnig áhuga á að koma upp skóla í Eyjafirði. Skagfirðingar
tóku upp samvinnu við Húnvetninga og Hólastaður varð fyrir
valinu, en þeir gátu ekki bæði fengið bændaskóla með stuðn-
ingi annarra og einnig haldið kvennaskóla í Skagafirði á sömu
forsendum. Málamiðlunin fólst í því, að bændaskólinn var
byggður í Skagafirði og kvennaskóla fyrir báðar sýslurnar kom-
ið á fót í Húnaþingi.
Fest voru kaup á hluta jarðarinnar Ytri-Eyjar á Skagaströnd.
Þetta var engin kostajörð og staðsetningin ekki sem ákjósan-
legust, en hún var betur hýst en flestar aðrar jarðir „því þar var
góður bær á gamla vísu og auk þess allstórt timburhús."19
„Hús það á Ytri-Ey, sem keypt var handa skólanum, var þá
meira en 30 ára gamalt." Húsið hafði upphaflega verið vandað,
en þarfnaðist nú viðgerða. Það var 15 álna langt og 11 álnir á
breidd, rismikið, en lágt undir loft. Eftir breytingarnar voru
tvær kennslustofur á neðri hæð hússins, lítið herbergi og eld-
hús. „Á lofti voru tvö svefnherbergi, hvort í sínum enda. Milli
þeirra, þvert yfir húsið, var rúm, sem kallað var „almenningur"
og haft að nokkru leyti til geymslu. Áfast við skólahúsið vat
geymsluhús, 9 x 6 al. að stærð."
Þegar skólinn var fluttur að Ytri-Ey, þá var kennsluskrá
19 Kvennaskóli Húnvetninga 1879-1939, bls. 23 og 26. Lýsingar á Ytri-Eyjar-
skóla eru sóttar í þetta rit nema annað sé tekið fram.
104