Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 110
SKAGFIRÐINGABÓK
reikning. Reikningsbók Eiríks Briems var höfð við
kennsluna.
LANDAFRÆÐI: Allt ágripið af landafræði Ed.
Erslevs var lesið, þó með nokkrum útdrætti. Til skýr-
ingar auk hnattar og landabrjefa voru hafðar „Geograf-
iske Billeder udg. N.C. Rom og veggjakort með „Farve-
tryk“ (Geografiskt Anskuelsesbillede, Menneskeracerne
o.fl.) allt með munnlegum frásögnum og skýringum.
ÍSLANDSSAGA: Af sögu íslands var lesið Ágrip eptir
Þorkel Bjarnarson.
VERALDARSAGA: Ágripið af mannkynssögunni ept-
ir Pál Melsteð var lesið. Við kennsluna var brúkað „Histor-
isk Atlas.”
DANSKA: Við kennsluna í dönsku var höfð lestrar-
bók Sveinbjarnar Hallgrímssonar og Hjorts Börneven. 1
stýll var skrifaður á viku. I tímunum voru æfingar í að
tala og skilja dönsku, þegar hún er töluð.
SÖNGUR: 1. og 2. hefti af söngkennslubók Jónasar
Helgasonar var haft við söngæfingarnar og söngfræðin
við fyrra heptið lesin. Þess utan voru sungin lög úr ýms-
um öðrum bókum og þremur námsstúlkum veittir sjer-
stakir tímar í organleik.
HANDAVINNA: Kennt var að sníða og sauma alls
konar innri og ytri fatnað kvenna og karla ásamt barna
og unglinga. Ymiss konar innlendur og útlendur út-
saumur og hannirðir voru kenndar (baldýring, skatter-
ing, knipl, að leggja snúrur eða bönd, krosssaumur, flos-
saumur, brodering, hekl, hnýting (Macramé), blómsaum-
ur (Point russe ets.)) stenking (Stenkearbejde)20 o.s.frv.
og jafnframt að setja upp og búa til ýmislegt smávegis
til gagns og prýðis á heimilum.*
20 Hér mun vera átt við frágang á þvotti. Orðið er afbökuð danska: stænke töj —
ýra þvott, sbr. Sigfús Blöndal: Íslensk-Dönsk ordabók.
108