Skagfirðingabók - 01.01.1993, Side 111
„AÐ HAFA GÁT Á EFNAHAG SÍNUM"
*Karlmannsföt eru sniðin eftir nýjasta sniði og saum-
uð eptir reglum skraddara erlendis; námsmeyjar eru látn-
ar taka snið til að eiga af öllum fötum er þær sauma á
skólanum og skrifa sjer til minnis reglur fyrir karlmanna-
fatasaum og máltekningu, sem þær einnig hafa verklega
æfingu í.
HÚSLEG STÖRF: Námsmeyjar voru látnar taka þátt
í ýmsum innanhússtörfum og vandar við að hirða her-
bergi, þvo lín og sterkja, búa til mat og leggja á borð.
Ytriey í maí 1885
Elín Briem21
Það vekur athygli hversu fjölbreytt námsefnið er. Ef skoðuð er
próftafla frá skólanum vorið 188622, þá sést að auk húslegra
starfa geta námsmeyjar valið um tíu verklegar greinar á sviði
hannyrða og sjö bóklegar greinar. Reynt var að haga kennsl-
unni þannig, að nokkurt val væri um námsgreinar og nemend-
ur þyrftu ekki að læra það sem þeim veittist erfitt, enda höfðu
stúlkurnar mjög mismunandi undirbúning.
Af próftöflunni má sjá, að auk hinna þriggja aðalgreina, ís-
lensku, skriftar og reiknings, þá eru landafræði, danska og Is-
landssaga vinsæl fög, færri taka próf í veraldarsögu. Fjórar fyrst
töldu greinarnar munu hafa verið skyldufög, þó próftaflan sýni
að sumir nemendanna tóku ekki próf í þeim öllum. Af verk-
legu greinunum er fatasaumur og léreftssaumur það sem mest
er stundað; brodering, skattering o.fl. í þeim dúr eru fremur
aukagreinar. Húsleg störf, matreiðsla, þvottur og ræsting, var
námsmeyjum skylt að læra. Þessi skýrsla er samin á fyrstu ár-
um skólans meðan hann var enn í mótun, því er rétt að hafa í
huga að hún gefur ekki tæmandi upplýsingar um hvernig
21 HsB 901 4to.
22 HsB 901 4to.
109