Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 113
„AÐ HAFA GÁT Á EFNAHAG SÍNUM"
virðast hafa svipaða menntun, þó er nokkuð erfitt að bera þetta
saman. Hvorugt þeirra hefur háskólapróf. Elín var með kenn-
arapróf, en Jósef var búfræðingur frá Noregi, síðar nam Jósef
við landbúnaðarháskóla í Danmörku.24 Bæði höfðu nokkra
starfsreynslu, Jósef hafði ferðast um og leiðbeint bændum, en
Elín verið forstöðukona í þrjú ár áður en hún lauk prófi í Kaup-
mannahöfn.
Hér þarf einnig að taka tillit til fríðinda. Elín og kennslu-
konur á Ytri-Ey höfðu frítt fæði og húsnæði á meðan skóli
stóð. Húsnæði var mjög þröngt, því að forstöðukona þurfti að
deila herbergi með öðrum fyrst í stað. En auðvelt er að meta
þau hlunnindi, sem voru fólgin í fríu fæði, með því að bera þau
saman við fæðisgjöld námsmeyja. Haustið 1889 var fæðisgjald
reiknað kr. 120.00 allan veturinn.25 I sýslufundargerðinni kem-
ur ekkert fram um hvort Jósef hafði fríðindi eða ekki svo þeirri
spurningu er ósvarað. Hólaskóli stóð allt árið, og skólastjóri
stóð þar að auki fyrir búinu. Eyjarskólinn stóð frá 1. október og
fram í miðjan maí. Auðvitað vann forstöðukona lengur, því að
hún þurfti að undirbúa skólann á haustin og ganga frá að vor-
inu, en Elín átti samt sem áður gott sumarfrí.
Þeir Húnvetningar, sem stóðu að stofnun Eyjarskólans, áttu
þann draum að á skólanum yrði búrekstur, svo að hann yrði
sjálfum sér nógur með framleiðslu á landbúnaðarvörum. Auk
þess væri þá hægt að kenna stúlkum meðferð mjólkur o.fl. í
þeim dúr. Sú þekking, sem Sigríður aflaði sér á danska mjólk-
urbúinu, nýttist ekki á Ey, því þar var ekki búrekstur. Það olli
mörgum reyndar vonbrigðum, að jörðin Ytri-Ey varð fyrir val-
inu sem skólasetur. Jarðnæði var lítið, og því var ljóst að þar
yrði ekki hægt að reka skólabú. Þessi jörð var valin vegna þeirra
fjárhagserfiðleika, sem skólanefndin þurfti alltaf að berjast við
og gekk illa að bæta úr.
24 Brynleifur Tobíasson: Hi’er er maðurinn, II. bindi, Rvík 1944.
25 Kvennaskóli Húnvetninga 1879-1939, bls. 46.
111