Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 114
SKAGFIRÐINGABÓK
Óhætt er að segja að þær Elín og Sigríður unnu vel fyrir
launum sínum, og hróður skólans barst víða, svo erfitt var að
anna umsóknum um skólavist. Arið 1890—91 voru 39 náms-
meyjar í skólanum, og hafði þá húsnæði verið stækkað, en skól-
inn bjó alltaf við þröngan húsakost og mikla fjárhagserfiðleika.
Það kom þó fljótt í ljós, að þessi tilraun til stofnunar kvenna-
skóla hafði tekist með ágætum. Margir nemenda Ytri-Eyjar-
skólans urðu fyrirmyndarhúsmæður í sinni heimabyggð og
miðluðu þar öðrum af þekkingu sinni, auk þess sem allmargar
þeirra lögðu síðar fyrir sig kennslu. Þekktasti nemandi þessa
skóla er þó vafalaust dr. Björg C. Þorláksson frá Vesturhópshól-
um, en hún hóf skólagöngu sína á Ytri-Ey og varð síðar kenn-
ari þar. Eins og kunnugt er lauk hún námsferli sínum frá Sor-
bonneháskóla í París með doktorsgráðu.
Sigríður kenndi við skólann fram á vorið 1887, er hún gift-
ist Sigurði Jónssyni og þau hófu búskap á Reynistað. Elín sakn-
ar vinkonu sinnar, en samstarf þeirra var með ágætum. „Opt
leiðist mjer hvað langt er á milli okkar elsku vina mín, við vor-
um svo lengi búnar að vera saman.“
Elín var jafnréttissinnuð og vildi veg kvennaskólans sem
mestan og var ófeimin við að leita til yfirvalda um stuðning
við hann. I bréfi til Sigríðar, sem hún skrifar í Reykjavík 29-
júní 1887, ræðir hún þessi áform sín:
I sumar ætla þeir að sækja um 4000 kr. handa Hólaskóla
og væri þá sanngjarnt að þeir bættu ögn við skólann á
Ey og ætla jeg að reyna að sækja um fje til hans, sem
varið sje til þess að gjöra stúlkum Ijettara fyrir að kosta
sig; þar sem Hólaskóla lærisveinar fá að vera frítt á
skólanum væri ekki ósanngjarnt að lækkuð væri með-
gjöfin, sem stúlkur þurfa að gefa með sjer; jeg vildi bara
að þetta gæti gengið fyrir sig.
Eins og áður segir, þá var skólinn alla tíð rekinn af miklum
vanefnum. Elín vildi fá launahækkun fyrir sjálfa sig og kennslu-
112