Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 116
SKAGFIRÐINGABÓK
verði minn síðasti á Ytriey," og siðar: „Jeg býst við að eiga
fyrst um sinn heima hjer í Rvík og byrjar það heimili mitt
næsta vor.“ Hún biður Sigríði að lána sér útsaumsverk, sem hún
nefnir „hreiðrið og dúfurnar", sem Sigríður hafði unnið, en það
ætlaði hún að hafa til fyrirmyndar að sínum eigin útsaumi „til
að punta með þeim hjá mér.“
Onnur orð hefur hún ekki um fyrirhugaðan hjúskap. Nú
skyldi enginn ætla, að þarna hafi verið um fljótræðisákvörðun
að ræða eða að Elín hafi af einhverjum orsökum gengið nauðug
til leiks. Slíku var ekki til að dreifa því að hún var mjög heil-
steypt og yfirveguð kona. Verðandi brúðgumi var einfaldlega
ekki stóra ástin í lífi hennar, þótt hann væri ágætur maður. I
bréfum hennar kemur aldrei fram nokkur áhugi á hjónabandi
né fyrirætlanir í þá veru. Hún hafði beðið skipbrot í ástamál-
um á unga aldri og þeim manni gleymdi hún ekki, og enginn
þekkti þá sögu betur en Sigríður. Þegar hér er komið sögu er
hún orðin 38 ára gömul og hefur kynnst manni sem á mörgum
sviðum átti sömu áhugamál og hún.
Þau Sæmundur voru gefin saman 1. júní 1895. Sæmundur Ey-
jólfsson var fæddur að Sveinatungu í Norðurárdal 10. janúar
1861. Hann varð búfræðingur frá Ólafsdalsskóla og stundaði
eftir það kennslu. Síðar fór hann í Latínuskólann og lauk prófi
með 1. einkunn. Hann innritaðist í Prestaskólann og lauk emb-
ættisprófi í guðfræði 1891, eftir tveggja ára nám. Eftir próf
kenndi hann við Latínuskólann á veturna, en á sumrin vann
hann sem búfræðingur hjá Búnaðarfélagi Suðuramtsins og ferð-
aðist um Skaftafellssýslur. Hann var víðsýnn hugsjónamaður,
sem hóf tilraunir að heftingu sandfoks í Rangárvallasýslu árið
1891, einnig ferðaðist hann um til að athuga skógarleifar.
Hann var fylginn sér í rituðu máli og barðist fyrir náttúru-
vernd einni öld áður en flestir fóru að huga að þeim málum.26
26 Eiríkur Briem: Sæmundur Eyjólfsson. Búnadarritið, 11. ár, Rvík 1897, bls. I-
VIII.
114