Skagfirðingabók - 01.01.1993, Síða 122
SKAGFIRÐINGABÓK
fluttur til Blönduóss, þar sem byggt var yfir hann nýtt hús.
Forstöðukonu og öllum kennslukonum var sagt upp störfum
og enn leituðu Húnvetningar til Elínar. Hún tók aftur við skól-
anum eftir sex ára fjarveru og hófst kennsla í nýja húsinu þá
um haustið. Elín veitti þessum skóla forstöðu til vorsins 1903,
en þá verða önnur þáttaskil í lífi hennar.
Siðara hjónaband — Stefdn Jónsson
Hér að framan var þess getið, að Elín hefði orðið fyrir von-
brigðum í ástamálum á unga aldri. Æskuunnusti hennar var
Stefán Jónsson, sem síðar varð verslunarstjóri á Sauðárkróki.
Þau Elín voru jafnaldra og ólust bæði upp í Skagafirði. Stefán
var bróðir Sigurðar á Reynistað, en þeir voru synir séra Jóns
Hallssonar, sem m.a. bjó í Miklabæ og síðar í Glaumbæ. Þau
Stefán og Elín munu hafa verið heitbundin á unga aldri, en
einhverra hluta vegna lauk því sambandi og leiðir þeirra skildu.
Stefán var við verslunarnám erlendis, en varð síðar verslun-
arstjóri Gránufélagsins á Sauðárkróki og rak þar eina stærstu
verslun við Skagafjörð um aldamótin og hafði þá efnast vel.
Hann var að sögn þeirra sem þekktu hann glæsimenni, gestris-
inn og vinfastur. Hann var kvæntur Ólöfu Hallgrímsdóttur,
mikilli ágætiskonu, en hún lést í september 1901. Sagt var að
Stefán harmaði konu sína mikið og það svo, að margir óttuðust
um, að hann næði sér ekki eftir það áfall.33 Einkasonur þeirra
hjóna var Jón Stefánsson listmálari, en þau áttu einnig uppeld-
isdóttur sem var Lovísa Pálmadóttir, systurdóttir Stefáns.
Snemma sumars 1902 var Elín á ferð í Skagafirði og á Sauð-
árkróki, og þá ber fundum þeirra aftur saman. Hún skrifar Sig-
ríði 1. júlí 1902 og þakkar henni fyrir síðast. Hún talar undir
33 Elísabet Guðmundsdótdr frá Gili: Elín Briem og Stefán Jónsson — Hundrað
ára minning. Hli'n, 39. ár, Ak. 1957, bls. 44-49.
120