Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 125
„AÐ HAFA GÁT Á EFNAHAG SÍNUM’'
öðrum félögum sýslunnar (sem þá voru aðeins þessi rvö) fyrir
forgöngu Elínar.
Samkvæmt frásögn Sigríðar Erlendsdóttur sagnfræðings var
stofnað Kvenréttindafélag á Sauðárkróki árið 1908 eða deild úr
Kvenréttindafélagi Islands og veitti Elín því forstöðu. Ekki
mun félagsskapur þessi hafa starfað mikið, en sendi fulltrúa á
aðalfundi Kvenréttindafélagsins. Arið 1911, þegar íslenskar kon-
ur fengu jafnan rétt á við karlmenn til mennta og embætta,37
þá flutti Elín tillögu í kvenfélaginu þess efnis að félagið sendi
Alþingi ávarp og þakkir fyrir þessi auknu réttindi og beiddist
jafnframt fulls jafnréttis á við karlmenn.38
Elísabet frá Gili ræðir einnig samband hjónanna og segir
Elínu hafa unnað manni sínum heitt og lét allt vera eins og
hann vildi. „Jeg hef aldrei sjeð nokkra konu leggja sig svo fram
um að gera allt, sem hún gat fyrir mann sinn.“ Hún segir einn-
ig, að Stefán hafi verið konu sinni góður og umhyggjusamur
eiginmaður og sýnt það best er kona hans átti við veikindi að
stríða, og að hann hafi borið mikla virðingu fyrir Elínu.
En hamingjan var ekki komin til langdvalar á þessu heimili,
hún hafði þar stuttan stans eins og margir aðrir hafa þurft að
reyna bæði fyrr og síðar. Þann 5. maí 1910 varð Stefán bráð-
kvaddur. Hjónaband þeirra stóð í sjö ár. Elín skrifar mági sín-
um Sigurði tíðindin sama dag. Hún bætir við bréfið skila-
boðum til Sigríðar og biður hana að koma þegar hún geti. Sorg
hennar er mikil og óvænt, því að Stefán hafði verið heilsugóð-
ur. I bréfinu til Sigríðar segir hún: „O, nú er guð búinn að taka
aptur frá mjer minn hjartans, elskulega vin, elsku Sigríður
mín, það er svo þungbært en guði sje lof að jeg fékk að njóta
hans þessi fáu ár.“ Elísabet kom á heimilið meðan lík Stefáns
37 Lög nr. 37, 11. júlí 1911. Fyrsta grein laganna er þannig: „Konur eiga sama
rétt eins og karlar til að njóta kennslu og ljúka fullnaðarprófi í öllum mennta-
stofnunum landsins." Kosningarétt og kjörgengi fengu konur 1915.
38 Aðalheiður B. Ormsdóttir: Við Ósinn, bls. 81—82 og 100.
123