Skagfirðingabók - 01.01.1993, Síða 129
„AÐ HAFA GÁT Á EFNAHAG SÍNUM"
sem engum voru ætluð öðrum en viðtakanda, þá stækkar mynd
hennar. Elín vildi alla fræða og af öllum læra. Hún var hinn
góði kvennafræðari.
Kvennafrœðarinn
Bókin kom fyrst út 1889, var reyndar prentuð haustið 1888,
en útgáfuárið er 1889- Prentuð voru 3000 eintök, sem seldust
það hratt, að næsta útgáfa er frá 1891, sú þriðja árið 1904 og
fjórða og síðasta útgáfan er frá árinu 1911. Höfundi er ekki
kunnugt um eintakafjölda þriggja síðari útgáfnanna.
Bókin er í litlu broti, octavo, og var hver útgáfa endurbætt.
1 fyrstu tveimur útgáfunum eru kaflar um fatasaum, prjón
o.fl., sem felldir voru niður í hinum síðari. Að öðru leyti er
efni og kaflaskipting bókarinnar að mestu eins, en í síðari út-
gáfum er nokkru aukið við mataruppskriftir. Sú útgáfa, sem
hér er notuð, er þriðja prentun, aukin og endurbætt, útgefin í
Reykjavík 1904. Bókin skiptist í 24 kafla og er 328 síður.
Þetta tiltekna eintak er vel með farið og er dýrmætt fyrir þá
sök, að það er merkt fyrsta eiganda. Á titilsíðuna er skrifað
með fallegri hendi: Sigríður Jónsdóttir, Reynistað. Þetta eintak var
í eigu Sigríðar, æskuvinkonu Elínar. Hún gaf það síðan frænd-
konu sinni, Ingibjörgu Magnúsdóttur, húsfreyju á Mel í Skaga-
firði, sem aftur gaf það tengdadóttur sinni, höfundi þessa texta.
En þetta er að sjálfsögðu útúrdúr.
Með samningu þessarar bókar vann Elín mikið brautryðjanda-
starf, miklu meira en flestir gera sér í hugarlund nú, þegar mat-
reiðslubækur eru stór þáttur í bókaútgáfu landsmanna. Kvenna-
fræðarinn er ekki eingöngu matreiðslubók, hann var ekki síður
handbók um almennt húshald og nýtingu og varðveislu mat-
væla. Á þeim tíma voru kaflar um niðursuðu matar, þvott og
hirðingu herbergja nauðsynlegir. Á okkar tímum hafa þeir
ekki hagnýtt gildi, en mataruppskriftirnar eru sígildar.
127