Skagfirðingabók - 01.01.1993, Síða 133
„AÐ HAFA GÁT Á EFNAHAG SÍNUM"
að því „hvernig menn eigi að matreiða þegar þeir vilja breyta
út af hinu vanalega."46
Hér er ekki ætlunin að gera grein fyrir mataruppskriftum
bókarinnar, heldur verður sagt frá almennu gildi hennar. Mál-
far og fyrirsagnir um matreiðsluaðferðir eru einfaldar og skýrar,
þannig að hver læs manneskja getur bjargað sér með þessari
ágætu bók. Allar mælieiningar eru gamlar, þar er mælt í pund-
um og kvintum (1 kvint = 5 gr), um vökva er notuð einingin
peli. Eins og áður segir, þá notar Elín víða dönsk orð um hina
ýmsu rétti og matvæli t.d. husblas (matarlím), en íslenskar
stundum dönsk orð t.d. frikadeller, sem hún nefnir „steikta
snúða úr kjöti". Við þekkjum þennan rétt sem kjötbollur. Einn
kafli bókarinnar heitir „Um sósir“. Hún notar ekki orðið sósa
eins og við eigum að venjast í dag heldur sós (sovs á dönsku er
líkt í framburði). Þóra Andrea notar orðið ídýfa og er það
nokkuð algengt í dag. Þetta málfar að nota orðið sós var til hjá
eldra fólki í Skagafirði fram á okkar tíma. Tengdamóðir höfundar,
sem var innfæddur Skagfirðingur, bjó til sós fram á áttunda
áratuginn. Hún bjó aldrei til sósu.
Langstærsti hluti bókarinnar fjallar um matreiðslu og varð-
veislu matvæla. Hin hefðbundna geymsla matvæla var súrsun,
söltun og reyking, en Elín kennir einnig niðursuðu matvæla
m.a. í blikkdósir. Niðursuða hafði ekki verið kennd hér áður.47
Það sama á einnig við um suðu í hitageymi, en með þvi mátti
spara eldsneyti, sem var dýrmætt. Nú er aftur farið að nota
þessa matreiðsluaðferð. Hún þekkti einnig fjölmargar einfaldar
aðferðir við geymslu matar. Nýjan fisk var hægt að geyma með
því að slægja hann og troða út með grasi eða geyma í nýjum
arfa, og hvannarblöðin var hægt að þurrka og geyma síðan í
46 Þóra A. N. Jónsdóttir: Ný rnalrádslubók, bls. V.
47 Guðrún J. Briem: Minning frú Elínar Briem Jónsson. Morgunblaðið, 14. des.
1937, bls. 5.
131