Skagfirðingabók - 01.01.1993, Síða 136
SKAGFIRÐINGABÓK
menn geta líka vanið sig á að taka inn eitur,“ bætir hún við.
Síðasti kaflinn ber yfirskriftina „Reglusemi m.m.“ Þar er að
finna ýmis hollráð, sem eiga við á öllum tímum og eru líkleg til
að gera líf fólks þægilegra og leysa mörg vandamál hversdagsins.
I dag kvarta flestir undan tímaskorti, því eiga orð Elínar erindi
til okkar: „Tíminn er dýrmætur og má með reglusemi spara
mikinn tíma og láta margt betur fara.“
Meira en öld er liðin frá því að Kvennafræðarinn kom fyrst
út. Bókin sló þá öll sölumet, og konur voru þakklátar fyrir
þessa einstöku handbók. I dag eru breyttir tímar, annar húsa-
kostur og aðrar neysluvenjur. I dag höfum við mikið úrval
bóka, sem henta okkar matarsmekk og neysluvenjum, en það
sem vel er gert í upphafi fellur sjaldan úr gildi. Við nútíma-
konur megum ekki síður vera Elínu þakklátar, því að bók henn-
ar er fjársjóður um líf formæðra okkar um aldamótin.
RITASKRÁ
Prentuð rit
Aðalheiður B. Ormsdóttir: Vid ósinn. Saga kvennasamtakanna í Hegranesi, Hins
skagfirska kvenfélags og Kvenfe'lags Saudárkróks. Rvík 1987.
Agnar Kl. Jónsson: Lögfrœðingatal 1736-1963, Rvík 1963.
Bókaskrá Gunnars Hall, Ak. 1956.
Brynleifur Tobíasson: Hver er maðurinn — Islendingaœvir, II. bindi, Rvík 1944.
Bunaáarritið, 11. ár, Rvík 1897. Utgefandi Hermann Jónasson.
Búnaðairitið, 15. ár, Rvík 1901. Útgefandi Búnaðarfélag Islands.
Elín Briem Jónsson: Kvennafratðarinn, 3. prentun, Rvík 1904.
Hlín. Arsrit íslenskra kvenna. Útgefandi og ritstjóri Halldóra Bjarnadóttir.
13. ár, Ak. 1929.
22. ár, Ak. 1939.
36. ár, Ak. 1954.
39. ár, Ak. 1957.
134