Skagfirðingabók - 01.01.1993, Side 138
FLÓTTIJÓNS PÁLMA JÓNSSONAR
LJÓSMYNDARA Á SAUÐÁRKRÓKI
eftir GUÐMUND JÓSAFATSSON frá Brandsstöðum
og JÓN JÓHANNESSON, Siglufirði
ÞÆTTIR Guðmundar og Jóns hafa verið í fórum ritstjórnar um nokkurt
skeið og beðið birtingar. Afráðið var að fella þá saman, enda eru þeir ein
heild. Æviatriði Jóns Pálma, þau sem hér fara á eftir, eru upphaf á þætti
Jóns Jóhannessonar, en betur þótti fara að birta þau hér. Að öðru leyti skal
vísað til Sögu Sauðárkróks, síðari hluta, 1, bls. 378-401, en þar er ritað um
seðlafölsunarmálið á Sauðárkróki. Jón Pálmi Jónsson lézt 1962. Millifyr-
irsagnir eru frá hendi ritstjórnar. Ritstiórn
Jón Pálmi Jónsson var ljósmyndasmiður á Sauðárkróki og um
margt vel að sér gjörr, m.a. glímumaður, skákmaður, og góður
hagyrðingur. Hann var Húnvetningur að uppruna, frá Gunn-
fríðarstöðum á Ásum, en þó kynjaður úr Skagafirði, afkomandi
Jóns Jónssonar „hússa“ sem kallaður var svo og bjó í Blöndu-
hlíðinni.
Haustið 1914 kom upp peningafölsunarmál hér á landi.
Voru það danskir National-bankaseðlar, 100 krónur, sem fals-
aðir voru, og á þann hátt, að þeir voru ljósmyndaðir, sfn hlið
þeirra í hvoru lagi og límdar saman. Var fölsunin mjög haglega
gerð. Gunnar Sigurðsson veitingamaður á Sauðárkróki var tek-
inn fastur á ferð til Reykjavíkur, sem sá er sett hafði seðla þessa
í umferð. Meðgekk hann það, en gaf Jón Pálma upp sem þann,
er framkvæmt hafði fölsunina. Var nú Jón tekinn fastur og kann-
aðist hann bráðlega við sök sína. Var hann alllengi í gæzluvarð-
haldi á Sauðárkróki. Loks var honum sleppt úr varðhaldinu
gegn tryggingu, en snemma vorsins 1915 hvarf Jón af Sauðár-
króki. Var hans leitað mikið og eftir honum lýst, en árangurs-
136