Skagfirðingabók - 01.01.1993, Qupperneq 148
SKAGFIRÐINGABÓK
meðal annars á fregnirnar af hvarfi hans og sögur þær, er um
það spunnust. Varð oft af því hin bezta skemmtan að gestun-
um gengnum.
Þegar Jón kom að Mánaskál, dvöldu þar tvær konur auk
hjónanna, sem áður eru talin, og tveggja barna þeirra ómálga.
Þær voru Hólmfríður Benónýsdóttir, kona talsvert við aldur,
og Sigurlaug Þorláksdóttir, síðar húsfreyja um alllangt skeið í
Austurhlíð í Blöndudal. Hún var uppeldissystir Hjálmars, þó
hún væri nokkru yngri. Hún var þá 18 ára, fullvaxin, rúmlega
í meðallagi há og þrekvaxin. Hún gerði upp einn af kjólum
sínum, færði hann út svo sem kostur var á og gaf Jóni gripinn.
Var til hans gripið síðar, þegar mikið lá við um heyþurrka. En
það orð lék á, að kjólnum hætti við að ganga af saumunum um
herðar, þegar taða var sætt.
Sigurlaug fór frá Mánaskál, er nokkuð var liðið á vorið. Með
slætti kom þangað kaupakona. Vakti það enga furðu í nágrenn-
inu, þó tvær konur sæjust þar á túninu, því Onnu var til þess
trúandi að taka hrífu, enda var höfuðstarf Hólmfríðar að gæta
barnanna. Jón gekk og til sláttar að nokkru, en þess vandlega
gætt að hann sæist aldrei að þeirri iðju um daga. Varð þetta
báðum til gagns, stytti mjög tímann fyrir Jóni og drýgði hey-
feng Hjálmars.
Þegar líða tók á sumarið, henti það stundum, að kona með
veiðistöng sást á gangi við ána að kvöldlagi. Var nokkur uggur
í heimilisfólkinu, að Jón tefldi í því efni djarfar en skyldi. Var
því mjög um það hugað, að fylgsnið dygði. Þó að þetta færi
svo leynt, sem kostur var á, mun ekki hafa tekizt að varðveita
þetta leyndarmál með öllu. Unglingspiltur frá bæ einum þar á
dalnum mætti Jóni á hlaðinu á Mánaskál og þekkti hann þeg-
ar. Ræddust þeir við um stund. Engar líkur eru þekktar, sem
benda til, að nokkurt kvis hafi þaðan borizt. Ohætt er að full-
yrða, að úr nágrenninu hafi ekkert borizt út, er Jóni gat orðið
til meins, eða að neinn færi þar huldu höfði. Er líklegt, að þessi
þagmælska umhverfisins hafi mátt sín meira en varkárni Jóns.
146