Skagfirðingabók - 01.01.1993, Side 150
SKAGFIRÐINGABÓK
ferðin þurfa margvíslegan undirbúning. Það varð því að ráði að
ræða málið við Evald Sæmundsen verzlunarstjóra á Blönduósi.
Hann hafði þá á hendi afgreiðslu Sameinaða gufuskipafélags-
ins. Kom til orða að koma Jóni í eitthvert af skipum þess.
Evald mun hafa velt þessari undankomuleið fyrir sér. Hversu
sem þeim þreifingum hefur verið hagað, varð niðurstaða sú, að
á þetta væri ekki hættandi, enda var horfið frá því.
Siglufjörður virtist eina undankomuleiðin, enda var tekið að
undirbúa hana af kappi. Skyldi þó fyllstu forsjár gætt. Það var
augljóst, að ekki tjóaði að flytja Jón þessa leið í karlmanns-
klæðum, enda virtist fullreynt, að kjóll Sigurlaugar gat gert
sitt gagn að skýla honum. En hann dugði ekki einn. Ohugsandi
var að flytja hann svo langa leið í kjól einum yztum fata, þótt
undir honum væru flíkur, sem konum hæfðu ekki að fullu. Var
nú leitað til Evalds um úrræði. Brást hann hið bezta við og hét
hverri þeirri aðstoð, er hann gæti í té látið. Hann hafði þá á
hendi stjórn Höepfnersverzlunar á Blönduósi. Þetta sumar
hafði hún á boðstólum efni í reiðföt kvenna, sem frægt þótti að
ágætum. Evald gaf af dúknum það, sem nægja mundi í reiðföt
á fullvaxna konu, ásamt því er til þess búnaðar þurfti. Voru nú
saumuð reiðföt mikil og vegleg og að sjálfsögðu ætluð konu á
máli þeirra, er að unnu, þó trúlegt sé að um herðar hafi þau
verið rýmra skorin en þeim hæfði flestum. Fylgdi og veglegur
höfuðbúnaður, er sæmdi þeirri tízku er þá réði. Þótti þetta
hinn ágætasti skrúði, og var hent gaman að. Það þótti sýnt, að
ekki mundi leggjandi í þetta ævintýri fyrr en nótt væri tekin
að dimma til muna, og kom einkum tvennt til: I fyrsta lagi var
ekki á slíka för hættandi að degi. Föt Jóns, þótt góð væru, voru
ekki líkleg til að duga til fulls, ef ferðast var að degi til um
héruð, þar sem flestir þekktu hann. I öðru lagi var lítil von til,
að sú skipsferð fengist fyrr en komið væri fram á haust, sem til
þess væri treystandi að taka strokumann til trausts og halds.
Virtust þær fregnir, er þeir náðu í, benda til þess að vonlaust
væri að leita til Siglufjarðar þessara erinda fyrr en um mánaða-
148