Skagfirðingabók - 01.01.1993, Side 158
SKAGFIRÐINGABÓK
væri í annars þjónustu og ætti ekki hægt með það, hvort við-
talið tæki langan tíma? „Já, kannski allt að klukkustund,"
sagði hann. Hann lagði fast að mér með þetta, og varð það úr,
að ég fór með þeim heim til mín, sem var skammt frá.
Þegar við vorum seztir í stofu heima hjá mér, bað ég Sigur-
jón að segja erindið. „Við höfum meðferðist böggul,“ segir hann
„sem við ætlum að biðja þig fyrir.“ Eg tók þetta svo, að ég ætti
að geyma fyrir hann einhvern hlut og spurði hann, hvort hann
hefði þetta hjá sér. Onei, það sem geyma átti hefðu þeir skilið
eftir fram í firðinum. Eg spurði, hvað það væri. Sigurjón kvað
það vera mann. Eg spurði hann, hvernig ég ætti að skilja þetta,
og segir hann mér þá, að þetta sé Jón Pálmi, sem ég muni
kannast við, og verði ég nú að taka við honum og koma honum
af landi burt, helzt til Noregs með einhverju síldarskipinu. Eg
þykktist fyrst og kvað Sigurjón furðu djarfan að vilja fá mig til
að bindast í að koma undan strokumanni, sem eftir væri lýst,
og gerast með því sekur við lög landsins. Sigurjón kvað líta
mega á lögin frá fleiri en einni hlið og teldi hann það dreng-
skaparbragð af mér að bregaðast nú vel við nauðsyn Jóns og
þeirra og bjarga honum.
Hjálmar hafði lítið sagt til þessa, en nú talaði hann til mín
og á allt annan veg en Sigurjón. Kvað hann Jón vera æskuvin
sinn og sér mjög kæran. Hann væri drengur hinn bezti, en
skapgerð hans þann veg farið, að löng fangelsisvist myndi hafa
skaðleg áhrif á hann, auk þess sem slíkt mundi eyðileggja líf
hans. Bað Hjálmar mig innilega að bindast í málið. Eg bað þá
að hitta mig að tveimur stundum liðnum og fóru þeir svo frá
mér að sinni.
Eg hugsaði nú málið. Skaut þá upp í huga mínum 13 ára
gömlum atburðum, er maður einn, mér nákominn, hafði strok-
ið úr varðhaldi og komizt af landi burt. Fann ég, að ég gat ekki
annað en talið það þeim mönnum öllum til drengskapar, sem
léð höfðu honum liðsinni. Þetta réði úrslitum um ákvörðun
mína.
156