Skagfirðingabók - 01.01.1993, Qupperneq 159
FLÓTTIJÓNS PÁLMA JÓNSSONAR
Þeir Sigurjón og Hjálmar komu aftur að ákveðnum tíma
liðnum. Eg hafði á meðan brugðið mér fram að Leyningi,
fremsta bæ í Siglufirði. Þar er mjög afskekkt, og þar voru þá í
heimili aðeins þrjár manneskjur og treysti ég þeim vel til þag-
mælsku. Þar bjuggu þá Sigurður Arnason og Salbjörg Jóns-
dóttir, hin mesta gæðakona. Var ég í vinfengi við þau hjón. Ég
fór þess nú á leit við þau, að þau geymdu Jón Pálma fram á
haustið, því ég taldi alveg ógerlegt að geyma hann hjá mér eða
annars staðar niðri í bænum. Skýrði ég þeim rétt frá öllum
málavöxtum, því annað sá ég ekki fært, enda treysti ég að fullu
þagmælsku þeirra hjóna. Lagði ég nú ráð á hversu geymslu
Jóns skyldi hagað. Skyldi hann fluttur um nóttina til þeirra
hjóna og geymast þar í fjárhúsi afskekktu, efst þar á túninu, og
þau færa honum mat og aðrar nauðsynjar þangað, því ekki
taldi ég undir því eigandi að geyma hann heima í bænum.
Ég sagði þeim Sigurjóni, að svar mitt væri það, að ég lofaði
engu ákveðnu, öðru en því einu að vera þögull, hvað sem fyrir
kynni að koma. Ég mundi reyna að veita Jóni lið ef ég sæi mér
það fært, án þess að setja mannorð mitt í hættu, en hvort ég
gæti orðið Jóni að liði, væri í rauninni allt undir tilviljun
komið. Þeir vildu fá mér peninga, en ég vildi það ekki og sagði
þeim, að ég gerði þetta ekki peninga vegna, sem og var satt.
Þó varð það úr, að þeir neyddu upp á mig hundrað krónum
fyrir ófyrirséðum útgjöldum, en sögðu Jón hafa nægilegt skot-
silfur til að greiða fyrir veruna í Leyningi og far sitt út, ef til
komi. Kvöddumst við að því búnu.
Þeir Sigurjón og Hjálmar fluttu Jón Pálma seint um kvöldið
heim að Leyningi og fólu hann forsjá þeirra hjónanna þar, og
skal það þegar tekið fram, að þau reyndust Jóni trú í hvívetna
og fórst hið bezta í hans garð. Þess skal getið hér, að Jón hafði
leynzt um daginn mjög skammt frá bæ þeirra. Jón hafði ferð-
azt í kvenbúningi vestan yfir fjallið, en kastað dularklæðunum
áður en hann kom að Leyningi. Pannst kvenbúnaðurinn um
haustið í fjárleitunum, og vissi enginn, hvernig á honum gæti
157
L