Skagfirðingabók - 01.01.1993, Side 160
SKAGFIRÐINGABÓK
staðið. Var ýmsum getum að leitt, og komst þó enginn nærri
hinu sanna. Ætluðu margir, að kvenfatnaðurinn stæði í sam-
bandi við eitthvert ástarævintýri einhverrar síldarstúlkunnar,
og féll umtalið brátt niður.
Jón Pálmi dvaldi nú í Leyningi eða öllu heldur í fjárhúsinu,
sem kallað var Háagerði, allt fram í septembermánuð. Eg fór
nokkrum sinnum fram eftir og heimsótti hann, færði honum
blöð og bækur að lesa og spjallaði við hann nokkra stund í
hvert sinn, en ekki þótti mér annað ráð en hafa heimsóknir
mínar fáar og helzt þegar þoka var. Fór ég þá oftast fram fyrir
ofan Skarðsdal og beint niður að Leyningi. Jón lét vel af lífinu
þarna, nema hvað helzt amaði að honum, að hann taldi sig ekki
geta hreyft sig nægilega úti, og réði ég honum þá til þess að
taka sér hlaupasprett á kvöldin þegar dimmt væri orðið, og það
gerði hann. A daginn var hann alltaf kyrr inni og las þá eða
skrifaði, og talsvert gerði hann að því þetta sumar að yrkja.
Bréf, sem hann skrifaði vinum sínum, sá ég um, en ekki vogaði
ég annað en að setja umslög utan um þau, og skrifa sjálfur utan
á, svo rithönd Jóns ekki þekktist á þeim.
Eg hafði fullan hug á því að koma Jóni af landi burt, en
aðstaðan var erfið. Stríðið var nú komið í algleyming, og eftir-
lit var strangt í Noregi um útlendinga, sem þangað komu. Eg
talfærði það við tvo norska skipstjóra, kunningja mina, er þeir
voru að fara heimleiðis, hvort þeir gætu tekið með sér mann,
sem þyrfti að komast yfir hafið án þess að almenningur vissi
um. Þeir vildu fá að vita, hvernig stæði á högum hans, og sagði
ég þeim, að orsökin væri óhamingjusöm ástarmál. Ekki leizt
þeim á það og töldu á því öll tormerki, sérstaklega ef maður-
inn hefði ekki vegabréf og önnur nauðsynleg skilríki.
Eg hitti nú Jón og lét hann vita um þetta og duldi hann
þess ekki, að horfurnar um flutning hans yfir hafið væru frem-
ur lélegar. Eg sagði honum samt, að ég væri enn ekki vonlaus
og að ég mundi halda áfram tilraunum mínum því að enn voru
mörg hinna norsku síldveiðiskipa ófarin heim. Eg skal annála
158