Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 161
FLÓTTIJÓNS PÁLMA JÓNSSONAR
kjark Jóns og bjartsýni. Það var síður en svo, að hann teldi
vonina þrotna, ekki einu sinni þótt svo kynni að fara, að hann
kæmist ekki þetta haustið, þá væri bara að bíða næsta sumars.
Og ég sannfærðist um það því meir, sem ég kynntist Jóni og
skapgerð hans betur, að það væri gott verk að hjálpa honum
undan refsivendi laganna, jafnvel þótt mér væri það vel ljóst,
að ég fremdi með því lögbrot.
Loks kom hið langþráða tækifæri. I byrjun september kom
flutningaskip frá Haugasundi til að taka síld á Siglufirði. Það
var gufuskip, rúmlega 1000 smálestir og hét .... Skipstjórinn
hét Förland, góður vinur minn og mesti dáðadrengur. Skipið
átti að taka síld hjá Roald og fara með hana beint til Bergen og
með því áttu einnig að fara nokkrir norskir verkamenn, sem
unnið höfðu hjá Roald um sumarið. Sjálfur var Roald farinn
heimleiðis, en Konráð bróðir hans var eftir, og hafði ég ásamt
honum því með skipið að gera. Eg brá mér nú um borð og
hitti Förland skipstjóra að máli. Tók hann mér vel að vanda og
bauð mér til híbýla sinna og góðgerðir. Ég vakti nú máls á því
við hann, hvort hann gæti flutt einn farþega mín vegna yfir til
Noregs. Hann kvaðst bundinn loforði að flytja verkamenn
Roalds, þá sem eftir voru, og kvaðst ekki vita, hve margir þeir
væru, en pláss fyrir fólk væri mjög takmarkað. Ég sagði hon-
um, að menn Roalds væru sjö. „Já, við höfum nú ekki pláss
fyrir fleiri og raunar ekki nema fyrir sex,“ sagði skipstjóri, „og
svo er nú annað, matsveinninn þykist hafa meira en nóg á sinni
könnu og er óánægður að bæta á sig að sjá Roaldsmönnum
fyrir fæði.“ „Það mætti nú þóknast honum fyrir að sjá um mat
handa manninum," sagði ég. „Jæja,“ sagði skipstjóri, „ég vil
gjarnan gera þetta fyrir þig, og ef þú vinnur matsveininn til
þess að sjá um matinn handa manninum, þá hola ég honum
einhvers staðar niður á leiðinni, í versta tilfelli læt ég hann sofa
á bekknum inni í svefnklefa mínum." „Þetta er nú ágætt,"
sagði ég, „en hér er þó eitt enn við að athuga, maður þessi
verður að flytjast héðan með leynd og enginn hér í landi má