Skagfirðingabók - 01.01.1993, Qupperneq 163
FLÓTTIJÓNS PÁLMA JÓNSSONAR
Ég fór nú frameftir og lét Jón vita, hvernig málum var kom-
ið, og að hann yrði að vera tilbúinn með augnabliks fyrirvara,
þegar ég léti hann vita. Varð Jón glaður við þetta.
En nú var eftir að fá vegabréfið. Hér var þá ungur maður
lögreglustjóri. Hann var hinn gagnvandaðasti maður, og ætlaði
engum manni hrekki eða brellur. Mér fannst ég ómögulega
geta sjálfur logið út passa hjá honum, en annars staðar var ekki
um passa að ræða. Ég hugsaði málið. Sjö verkamenn norskir
áttu að fara með skipinu og þeir purftu að fá passa. Hvað um
að láta þá vera átta? Einn þeirra sjö hét Kristoffer Johannessen,
gamall Björgvinjarbúi, eineygður, greindarkarl og ábyggileg-
ur. Ég afréð að gera hann að trúnaðarmanni mínum og kallaði
á hann inn á skrifstofuna. „Heyrðu Kristoffer, þurfið þið, sem
farið heim með skipinu, ekki að hafa passa héðan?“ Jú, hann
sagðist einmitt hafa ætlað að fara að tala um það við mig, að ég
útvegaði þeim passa. „Það er bezt að ég taki upp nöfn ykkar,“
segi ég. Hann gaf mér upp nöfn þeirra sjö félaga. „Heyrðu nú
Kristoffer, gamli vinur. Þú verður að fara sjálfur og sækja pass-
ana, en ég skal hringja og biðja um þá, handa átta mönnum."
„Handa sjö,“ sagði hann. „Atta,“ sagði ég. Kristoffer hvessti á
mig sitt eina auga. „Og hvað heitir áttundi maðurinn?" sagði
hann. „A. Hansen," svaraði ég hiklaust. „Hvaðan kemur hann
og hvert fer hann?“ spurði Kristoffer. „Maðurinn kemur frá
mér. Ég legg hann til, og hann fer til Bergen eins og þú,“ sagði
ég. Ég sagði svo Johannessen það, að ég væri að hjálpa manni
til að komast burtu af landinu með leynd og að hann yrði nú
að vera mér hjálplegur að útvega vegabréfið og að ég bæri nú
það traust til hans, að hann gerði þetta og væri þögull. „Það
get ég,“ sagði karl. Ég hringdi svo til lögreglustjóra og bað
hann um vegabréf handa átta Norðmönnum, sem færu með
skipinu, og kvaðst senda einn þeirra með lista yfir nöfnin og
borgunina. Þetta var allt í lagi, og innan stundar afhenti Jo-
hannessen mér stimplað vegabréf handa norska verkamannin-
um Arne Hansen, sem ferðaðist frá Siglufirði til Bergen í Nor-
11 Skagfirdingabók
161