Skagfirðingabók - 01.01.1993, Qupperneq 167
FLÓTTIJÓNS PÁLMA JÓNSSONAR
Pálmi héldi áfram. Ég var um borð lengi fram eftir deginum,
og vakti vera mín þar engan grun, því allir töldu að ég væri
þar sem umboðsmaður Roalds. Þá kom enn atvik fyrir, sem
gerði mig órólegan. Jón Pálmi þurfti að bregða sér á vanhúsið,
en í ganginum rakst hann á gamlan skólabróður sinn, sem var
farþegi með skipinu til Akureyrar. Maðurinn þekkti Jón þegar
og spurði hann, hvernig stæði á ferðum hans. Jón bað hann að
hafa hljótt um og láta þess ekki getið, að hann hefði þekkt sig,
og lofaði maðurinn góðu um það. Jón sagði mér strax frá þessu,
og réði ég honum til að tala betur við manninn, án þess þó að
segja honum of mikið, og taka af honum ákveðið þagnarheit.
Þetta gerði Jón, og reyndist maðurinn þagmælskur.
Síðari hluta dagsins kvaddi ég svo Jón Pálma. Við aftöluð-
um það, að hann skyldi skrifa mér strax, þegar hann væri bú-
inn að fá sér varanlegan samastað í Noregi, því þar ætlaði hann
að dvelja um veturinn. Hann átti einnig að senda mér öll þau
bréf, sem hann skrifaði til ættmenna og vina á Islandi, og ég að
koma þeim til skila, því engan gat grunað, þótt ég fengi mörg
og stór bréf frá Noregi, því ég skrifaðist á við marga menn þar.
Þá var það að síðustu bundið fastmælum, að ég leitaði Jón
Pálma uppi eða næði sambandi við hann strax, þegar ég kæmi
til Noregs síðar um haustið eða veturinn, en það var fyrirfram
afráðið, að ég yrði þar á síldveiðum þennan vetur á e/s Von frá
Alasundi.
Skipið fór héðan seinni part dags. Það hafði litla viðdvöl á
Akureyri, og skipstjórinn var svo hugulsamur að senda mér
þaðan skeyti: „Erum á förum, allt í lagi.“ Þá vissi ég, að ekkert
hafði út af borið og vissi, að skipið átti hvergi að hafa viðkomu
fyrr en í Bergen. Ég varð rólegur í huga. Jón Pálmi var kominn
út fyrir íslenzka landhelgi, og armur hinna íslenzku laga náði
honum ekki lengur.
Skömmu eftir burtför Jóns Pálma fékk ég boð með einum
kunningja mínum frá einum vina Jóns á Sauðárkróki (Jónasi
Kristjánssyni lækni) um hvað liði því sem ég geymdi. Ég vissi
165