Skagfirðingabók - 01.01.1993, Side 169
FLÓTTIJÓNS PÁLMA JÓNSSONAR
langt fram úr. Fékk hann stöðuna og gott kaup með loforði um
liækkun bráðlega ‘ef hann dygði vel. Jón kvaðst hafa fengið
húsnæði leigt handa sér nálægt vinnustaðnum og liði sér þarna
ágætlega.
Eg fór frá Siglufirði ásamt Jóni mági mínum áleiðis til Nor-
egs síðla í nóvember. Sú ferð með Flóru gömlu varð ærið ævin-
týrarík, en það heyrir ekki til hér að segja frá því. Það nægir að
geta þess, að brezkt herskip tók Flóru skammt frá Færeyjum
og fór með hana til Leirvíkur á Hjaltlandi, og var okkur haldið
þar í þrjá sólarhringa. Við félagar vorum réttar þrjár vikur á
þessu ferðalagi frá því við fórum frá Siglufirði og þar til við
komum á ákvörðunarstað, Kristjánssund í Noregi, en til Berg-
en minnir mig að við kæmum þann 11. desember kl. um 6 að
kvöldi.
Eg var nægilega kunnugur í Bergen til þess að ég treysti
mér að hafa upp á Jóni Pálma án þess að fá leiðsögumann til
hjálpar. Við félagar fórum fyrst á símstöðina og sendum skeyti
heim til að láta vita um líðan okkar, því allhættusamt var á
þeim tíma að ferðast yfir hafið. Að því búnu héldum við yfir í
Strandgötuna til að leita Jón uppi. Við fundum strax mynda-
stofuna og spurðum eftir „hr. Hansen." Ungfrúin kom sjálf til
tals við okkur og tjáði okkur, að „hr. Hansen" væri ekki við
sem stæði, en hann kæmi bráðlega að líkindum, en þó væri það
nú ekki víst. Hvort við gætum ekki hitt hann eins vel á morg-
un. Nei, það gátum við nú ekki, við hefðum verið að koma frá
Islandi og færum seinna í kvöld með strandferðaskipi langt
norður í land. Þegar hún heyrði þetta, bauðst hún til að senda
eftir „hr. Hansen" og bauð okkur inn í einkaskrifstofuna sína
að bíða þar, og þágum við það. Jón kom eftir fáar mínútur og
tók okkur hið bezta. Ungfrúin, sem myndastofuna átti, var
einnig mjög alúðleg við okkur þegar hún vissi, að við værum
vinir Jóns, sömuleiðis faðir hennar, sem var staddur hjá henni í
heimsókn. Hann var ríkur bóndi inni í Harðangursfirði. Eg
veitti því strax athygli, að ungfrúin var skotin í Jóni og sagði
167