Skagfirðingabók - 01.01.1993, Page 173
LÚSA-FINNUR
lærdóm ungur hjá föður sínum en fékk þó ekki að eyða æsku-
árum með systkinum sínum í Flóanum því að um 13 ára aldur
var hann sendur í skóla í Kaupmannahöfn. Þá var Hannes
Finnsson, móðurbróðir hans, þar við störf og í talsverðum met-
orðum. Fjórum árum síðar, 1777, var Hannes vígður til bisk-
ups í Skálholti við hlið föður sfns. Mun Finnur hafa fylgt hon-
um heim aftur og veturinn eftir var hann í læri hjá Hannesi í
Skálholti. Fékk hann góðan vitnisburð hjá frænda sínum og fór
enn utan 1778, lauk stúdentsprófi frá einkaskóla í Kaup-
mannahöfn og var skráður inn í háskólann í janúar 1779- Faðir
hans vildi að hann lærði guðfræði en sjálfur hafði hann meiri
áhuga á lögfræði og skrifaði móðurbróður sínum, Hannesi
Finnssyni, sama ár og bað hann að fá föður sinn til að heimila
sér að lesa lög.1
Svo virðist sem Finni hafði orðið að ósk sinni, en brátt varð
þó ljóst að stefnan var ekki alls kostar stöðug hjá hinum unga
stúdent og jafnvel að á leiðinni væru nokkuð kostnaðarsamir
áningarstaðir. Þeir voru margir Hafnarstúdentarnir, sem villt-
ust af leið, en þeir áttu ekki allir jafnsterka bakhjarla og Finnur.
Hannes Finnsson var kvæntur dóttur Olafs Stefánssonar stift-
amtmanns og í apríl 1782 skrifaði sonur hans, Magnús Stephen-
sen, Hannesi mági sínum bréf. Þar eru sögð tíðindi af skóla-
göngu Finns, m.a. hafi hann þurft að endurtaka próf í júlí
sumarið áður. Síðan segir Magnús að Jón Gíslason Mógils hafi
Finn til hvers sem hann vilji og verði ekkert við því gert nema
senda hann heim aftur:
Er vanséð til hvörrar gæfu hann bíður hér lengur; hann
les ekki eitt orð og fái hann nokkurn skilding tekur lott-
eríið og kannske aðrir, góðu nafni og rykti skaðlegri
staðir, strax við honum. Þetta styngi þó ekki svo mikið í
augun ef hann ekki héti Finnur.2
1 Hannes Þorsteinsson: „Finnur Jónsson." Æfir lærðra manna 15.
2 Lbs. 29 fol.
171